Kona nokkur hélt reglulega framhjá manni sínum á meðan hann var í vinnunni.
Dag einn var konan í rúminu með elskhuganum þegar húsbóndinn kom óvænt heim. Konunni brá að sjálfsögðu í brún og skipaði elskhuganum að grípa fötin sín og hoppa út um gluggann. Elskhuginn leit út og sagðist ekki geta farið út í þessa grenjandi rigningu. “Ef maðurinn minn sér okkur hérna drepur hann okkur bæði,” sagði konan skelkuð og skellti sér í brókina. Elskhuginn átti engra annarra kosta völ en að hoppa út um gluggann og hraða sér á brott frá húsinu
Þegar hann kom út á götu lenti hann í flasinu á hópi skokkara. Hann ákvað að slást í hópinn þótt hann væri nakinn því hann vildi komast óséður frá húsinu. Hinum hlaupurunum var að sjálfsögðu starsýnt á þann nakta og einn þeirra spurði hvort hann hlypi alltaf nakinn.
“Já” sagði “flóttamaðurinn”. “Það er svo notalegt að láta ferskt loftið leika um sig á meðan maður er að hlaupa.”
“En hleypurðu alltaf með fötin undir hendinni”? spurði skokkarinn.
“Já, svo ég geti klætt mig þegar ég er búinn að hlaupa, áður en ég tek strætó heim,” sagði sá nakti.
“En hleypurðu alltaf með smokk?” spurði hlauparinn.
“Nei alls ekki, bara í rigningu!”