Einn sem hefur eitthvað sannleiksgildi, eða hvað……

Hópur vinkvenna var saman í frí þegar þær gengu fram á fimm hæða
hótel, en fyrir ofan innganginn var ljósaskilti sem á stóð ,,Aðeins fyrir konur“. Þar sem eiginmenn og kærastar voru ekki með í för ákváðu þær að kíkja í heimsókn og þegar inn var komið tók á móti þeim hinn myndarlegasti þjónn sem útskýrði leikreglurnar fyrir þeim: ,,Þið farið upp eina hæð í einu og
lesið á skiltin sem eru á hverri hæð, en þau segja hvað boðið er uppá. Um leið og þið finnið það sem þið eruð að leita að megið þið gista þar.” Vinkonurnar byrjuðu nú að arka upp stigana og þegar á fyrstu hæðina var komið mátti sjá skilti sem á stóð: ,,Hér eru allir mennirnir með þá stutta og mjóa.“ Vinkonurnar hlógu af þessu og héldu upp á næstu hæð. Á skiltinu á annari hæðinni mátti lesa: ,,Hér eru allir mennirnir með þá langa og
mjóa.” Það var enn ekki nógu gott og því afréðu konurnar að fara upp á þriðju hæð, en þar var skilti sem á stóð: ,,Hér eru allir menn með þá stutta og svera.“ Enn urðu konurnar fyrir vonbrigðum en þar sem enn voru tvær hæðir eftir héldu þær vongóðar upp á fjórðu hæðina. Og viti menn, uppi á fjórðu hæðinni var skilti eins og það átti að vera: ,,Hér eru mennirnir með þá langa og svera.” Konurnar voru nú orðanar allar spenntar og voru í þann mund að fara inn þegar þær mundu eftir að það var ein hæð eftir. Gerðust þær nú forvitnar um hvað í ósköpunum gæti verið boðið upp á þar og stormuðu þær því allar upp á fimmtu hæðina þar sem stóð á skilti:
,,Hér eru engir menn. Þessi hæð var byggð til að sanna að það er ekki hægt að gera konur ánægðar."