Í Kína borða menn hunda og þeir voru líka borðir í Hong Kong í óþökk Englendinga sem áttu þennan hluta af Kína. Saga þessi gerist þegar Hong Kong var ensk nýlenda en þá fóru tveir kínverskir vinir þaðan til Bandaríkjanna. Þeim fannst mjög gaman þegar þeir komu til land frelsins að sjá auglýsta “hot dogs” eða heita hunda. Þeir ákváðu að kynna sér málið og fengu þær upplýsingar að réttur þessi væri borðaður í hvítu brauði með remúlaði tómatsósu sinnepi og öðru meðlæti. Kínverjarnir tveir fengu vatn í munninn við tilhugsunina að fá loksins ærlegan mat en þegar þeir sáu hvernig “hot dogs” líta út sögðu þeir báðir: “nei takk!” Þennnan hluta hundsins borðum við aldrei í Kína.
Jón og Gunna eru hjón og það mjög rík og virt hjón. Þau voru að halda veislu fyrir frægu og ríku vini sína. Þessi veisla var mjög vel gerð og ekkert mátti vanta. Svo sér Gunna að sniglarnir eru búnir. Gunna fer til Jóns og biður hann að fara niður á strönd og tína fleiri snigla það væri bara alls ekki hægt að hafa veisluna sniglalausa. Jón fer niður á strönd og tínir fullt af sniglum. Svo er hann að fara heim aftur en þá sér hann að Pamela Anderson kemur til hans í öllu sínu veldi og það mjög lítið klædd. Hún býður honum inn í kofann sinn sem er þarna á ströndinni í te. Hann þiggur það og svo fer hann með Pamelu inn í kofann. Morguninn eftir vaknar hann svo og mundi þá eftir Gunnu og veislunni. Ónei hvað nú? Jú hann kveður Pamelu og hleypur heim í flýti. Þegar hann var kominn heim og átti bara eftir að fara upp stigana og opna hurðina, Þá missti hann litlu bláu fötuna sína þar sem allir sniglarnir voru og þeir fóru út um allt. Hann fer á fjórar fætur til þess að tína þá upp en þá opnar Gunna hurðina og hún var langt frá því að vera kát á svipin. Þá segir Jón já strákar við erum alveg að verða komnir bara smá spölur eftir.
Björn og kanína gengu saman út í skógi og sáu anda í lampa sem gaf þeim þrjár óskir hvort. Fyrst óskaði björninn sér að allir birnir í skóginum, fyrir utan hann, yrðu birnur. Þá óskaði kanínan sér mótorhjólahjálm og björninn varð mjög hissa. Þá óskaði björninn sér að allir birnir í allri Evrópu yrðu birnur. Þá óskaði kanínan sér mótorhjól. Þá óskaði björninn sér að allir birnir í öllum heiminum yrðu birnur. Þá óskaði kanínan sér að björninn yrði samkynhneigður, og brunaði burt á mótorhjólinu.
Tveir Hafnfirðingar og einn Reykvíkingur voru fastir á eyðieyju. Í kringum eyjuna var mikill foss svo þeir gátu ekki reynt að synda. Þeir fundu lampa og út kom andi þegar þeir opnuðu. Hann gaf hverjum þeirra eina ósk. Annar Hafnfirðingurinn sagðist vilja vera jafngáfaður og allir í heiminum samanlagt. þá fór hann og byggði sér bát og sigldi stutta leið áður en hann datt ofan í fossinn. Hinn Hafnfiringurinn óskaði sér að vera hundrað sinnum gáfaðri en sá fyrri. Hann fór og byggði sér sterkbyggðari bát en sá fyrri. En hann datt líka niður fossinn. Reykvíkingurinn óskaði sér að vera þúsund sinnum gáfaðri en hinir tveir samanlagt og gekk yfir brúna.
Einu sinni var maður sem hét Guðmundur. Hann var þeim galla búinn að þegar vinnufélagarnir töluðu um einhvern þá þóttist hann þekkja hann.
Einn daginn í vinnunni í kafflhélinu voru menn að tala um Björk
Guðmundsdóttur.
Þá heyrðist í Guðmundi: “Já, Björk, hún er nú góð stelpa”.
Vinnufélagi: “Guðmundur, þekkir þú Björk”
Guðmundur: “Já, hún er mjög fín”
Vinnufélagi: “Djöful… kjaftæði Guðmundur, Við erum kominir með nóg af
þessu. Þú þykist þekkja alla. Í guðana bænum hættu þessu kjaftæði og haltu þessu fyrir sjálfan þig.
Nokkrum dögum síðar í vinnunni
Vinnufélagi: ”Strákar, Svíakonungur er víst að koma til landsins á
morgun“
Guðmundur: ”Já Svíakonungur, það er nú góður karl“
Vinnufélagi: ”Þekkir þú líka Svíakonung“
Guðmundur: ”Já, Já ég þekki hann mjög vel“
Eins og áður sagði voru vinnufélagarnir búnir að fá sig full sadda á þessu kjaftæði í Guðmundi og létu þetta sem vind um eyru þjóta.
Daginn eftir var Guðmundur ekki í vinnunni og þótti mönnum það mjög
einkennilegt.
Sama kvöld í fréttum sást Guðmundur ásamt ríkisstjórninni á REK flugvelli í móttökunefnd að taka á móti Svíakonungi og heilsuðust Guðmudur og Svíakóngur með virtum.
Vinnufélagirnir voru mjög hissa og sumir meira að segja trúðu núna þessum sögum Guðmundar.
2 dögum síðar tilkynnti yfirmaður vinnunnar að hann ásamt konu sinni væri að fara til Ítalíu og ætlaði að sjá páfann í Vatíkaninu.
Þá heyrðist í Guðmundi: ”Páfinn, Já, Það er nú góður maður“
Yfirmaður: ”Guðmundur, þekkir þú nú páfann líka“
Guðmundur: ”Já, Já auðvitað, ansi fínn karl en svolítið gamall“
Yfirmaður: ”Guðmundur, nú geri ég við þig samning. Þú kemur með okkur til Ítalíu og kynnir mig fyrir páfanum.
Ef þú þekkir hann skal ég splæsa á þig ferðinni, ef hann þekkir þig ekki splæsir þú.
Guðmundur: “ok”
Guðmundur og Yfirmaðurinn voru komnir í Vatíkanið í messu og kirkjan var fullsetin.
Þegar messan var búinn gekk Guðmundur í gegnum mannþröngina og upp að púltinu þar sem páfinn var.
Þeir heilsuðust með virktum og töluðu í smá stund saman.
Siðan er Guðmundi litið yfir mannþröngina en sér yfirmanninn ekki í
fyrstu, loksins kemur hann auga á hann þar sem hann liggur á gólfinu með óráði og fólk stumrandi yfir honum.
Guðmundur hleypur strax til yfirmanns síns og kemur að honum þegar hann er að vakna aftur til lífsins.
Guðmundur: “Hvað gerðist? Varstu svona hissa á þvi að ég þekkti páfann?”
Yfirmaður “Nei , nei þegar þú varst að tala við páfann þá bankaði Robert DeNiro í öxlina á mér og spurði mig:
”Who is that guy standing beside Guðmundur"
PS. Guðmundur brandarinn á að vera svona upp setur.
