[ Ekki sönn saga (held ég) ]

Vírnet voru að fá umboð fyrir nýja tegund af nöglum, og langaði að auglýsa þá vel með auglýsingaherferð. Til réðu einhvern snilling til verksins, sem eftir nokkrar pælingar kom hann með fyrstu tillöguna. Hann sýndi stjórnendunum afraksturinn…. mynd af Jesú á krossinum, og undir stóð: “Þeir halda, naglarnir frá Vírnet”.

Eitthvað fór þetta fyrir brjóstið á stjórnendunum, þannig að þeir báðu hann að koma með aðra tillögu… ekki alveg jafn… hneykslandi.

Nokkrum dögum síðar kemur guttinn aftur með nýja mynd. Þar sást Jesú hlaupa í burtu frá krossinum, og Rómverjarnir að elta hann. Undir myndinni stóð síðan… “Þeir hefðu betur notað naglana frá Vírnet”