Próf í Stærðfræði er að hefjast og prófdómarinn stendur fyrir framan bekkinn.
“Þið hafið tvo klukkutíma til að skila prófinu, ef skilað er eftir þann tíma fær sá aðili núll.”
Eftir tvo klukkutíma lætur prófdómarinn alla skila prófinu. En enn er einn nemandi að taka prófið. Prófdómarinn situr sínu rólegasta og glottir að nemandanum og hlær. Nokkru síðar kemur nemandinn með prófið og stansar hjá prófdómaranum.
“Þú ert of seinn og færð því núll á prófinu!” segir prófdómarinn.
“Veistu nokkuð hvað ég heiti?” spyr nemandinn.
“Ég hef ekki glóru um það.” svarar prófdómarinn.
“Gott” segir nemandinn, setur prófið sitt inn í miðjan prófblaðabunkann og strunsar út.