Það var einu sinni kona sem ætlaði að kaupa kattar mat fyrir kisuna sína, hún labbaði 3km i næstu buð og bað um 2 poka af kattar mat þá svaraði konan “ við erum að selja þetta á svo góðu verði að þú verður að koma með köttinn og sanna að þú eigir kött því það eru fátækir menn sem borða þetta frá dýrunum sínum” nú jæja. Svaraði konan fúl á svipinn og labbaði heim að ná i köttinn sinn. Svo kom hun með köttinn sinn og sagði get eg núna fengið kattarmatinn ? “já allt í lagi.”
Daginn eftir kom konan og bað um hunda mat. Sama sagan hun þurfti að koma með hundinn og sanna að hún ætti hund og þá labbaði hun fúl heim náði í hundinn og fékk svo matinn.
Þrem dögum seinna kom konan með kassa inn í búðinna með litlu gati og segjir við afgreiðslu konuna “Stingu puttanum ofan i gatið.” Nei ojj þú ert með einhvað sem bítur þarna eiturslöngu eða einhvað dýr. Nei segjir konan stingdu bara puttanum ofan í gatið. Afgreiðslukonan stingur puttanum hratt ofan í og kippir honum upp ur gatinu og segjir ojj þetta lygtar eins og einhver skítur
“Já ég ætlaði bara að fá 2 klósett rúllur.”
Kveðja. Palli
