Eitt sinn var flugvél sem gat borið hundrað manns ásamt áhöfn. Vélin hafði hinsvegar þann galla að vanta gólfið, svo að farþegarnir urðu að halda sér í slár fyrir ofan þá. Eitt sinn var vélin á leið frá Íslandi til Danmerkur með hundrað farþega og níutíu þeirra voru ljóskur og einn brúnhærður. Á miðri leið var sagt í kallkerfinu: “Þetta er flugstjórinn sem talar. Því miður er flugvélin of þung til að komast til Danmerkur svo einn af farþegunum verður að sleppa takinu á slánni.” Að lokum sagði sá brúnhærði: “Ég skal sleppa!” Og þá klöppuðu allar ljóskurnar.
—————————————— ————–Eitt sinn kom kona til slátrara með barn og sagði að hann ætti barnið og spurði hvað hann ætlaði að gera í því. Slátrarinn vissi ekki hvað hann ætti að gera svo að lokum sagði hann: “Ég skal gefa þér eitt kíló af kjöti á viku þar til drengurinn er orðinn sextán ára.” Þetta samþykkti konan.
Slátrarinn hafði talið vikurnar í sextán ár og loksins var komið að síðasta skiptinu sem hann léti konuna hafa kjöt. Svo kom drengurinn og sagði: “Ég verð sextán ára á morgunn.” “Ég veit það,” sagði slátrarinn, “ég hef líka verið að telja vikurnar. Hér hefurðu kjötið og segðu móður þinni að þetta sé í síðasta skiptið sem hún fær ókeypis kjöt frá mér, og taktu eftir svipnum á henni.” Þegar drengurinn kom heim til sín gaf hann móður sinni skilaboðin. Þá sagði móðirin: “Þú skalt fara aftur til slátrarans og segja honum að ég hef einnig fengið ókeypis brauð, mjólk og matvörur síðustu sextán árin, og taktu eftir svipnum á honum.”
—————————————- —————
Maður nokkur hafði þegið kvöldmataboð hjá félaga sínum. Honum fannst það vekja athygli að félagi hans svaraði öllum beiðnum konu sinnar á því að enda á að kalla hana ýmsum gælunöfnum: ástin, elskan, krúsidúlla o.s.frv. Þetta fannst manninum merkilegt fyrst þau höfðu verið gift í rúm 60 ár. Þegar konan fór inn í eldhús sagði maðurinn álit sitt á þessu. Þá sagði félagi hans: “Ef ég á að segja eins og er, þá gleymdi ég nafninu hennar fyrir 10 árum.
———————————————— ——-
Eftir að hann hætti í tónlistarbransanum, ákvað Kreutzmann að læra köfun. Hann eyddi þúsundum króna í kennslu og þúsundum króna í besta tækjabúnaðinn. Eftir að hann hafði keypt sér bát og siglt til Hawaii, fann hann fyrir miklu stolti þegar hann stakk sér í vatnið. Myndandi kóralinn og fiskanna með vatnsheldri myndavél, og skrifandi hjá sér minnispunkta með vatnsheldum penna og blokk, varð hann undrandi á að sjá mann kafandi nokkrum fetum fyrir neðan sig án nokkurrar útbúnaðar. Alveg óður synti Kreutzmann að manninum, potaði í öxlina á honum og skrifaði á blokkina: “Ég eyddi þúsundum króna í þennan búnað og þú ert hér í sundskýlunni. Hvað á þetta að þýða?” Þá tók maðurinn blokkina og skrifaði: “Ég er að drukkna fíflið þitt.”
—————————————– —————
Maður nokkur var svo heppinn að fá miða á úrslitaleikinn í fótbolta á Englandi. Þegar hann kemur á völlinn kemst hann að því að sætið hans er í öftustu röð, lengst frá vellinum sjálfum. Eftir nokkrar mínútur rekur hann augun í laust sæti í fremstu röð. Hann ákvað að nota tækifærið og fara í gegnum þvöguna og setjast í sætið. Þegar hann kom að sætinu spurði hann manninn sem sat við hliðina hvort sætið væri frátekið. “Reyndar ekki,” sagði maðurinn, “konan mín hefði setið þarna en hún dó nýlega.” “Það var leitt,” sagði fyrri maðurinn, “en gastu ekki fengið einhvern ættingja með þér í staðinn?” “Nei,” sagði seinni maðurinn, “það eru allir í jarðarförinni.”
——————————– ————————-
Ferðamaður nokkur var að sigla meðfram ströndum Flórída þegar mótorinn stoppaði allt í einu. Þó svo að hann væri vel syntur var hann hræddur um að það væru krókódílar í sjónum svo að hann hreyfði sig ekki. Allt í einu sá hann mann á ströndinni. Hann kallaði á hann: “Eru einhverjir krókódílar á svæðinu?” “Neibb,” svaraði maðurinn, “og þeir hafa ekki verið hér lengi.” Þá fékk ferðamaðurinn sjálfstraustið og stökk út í vatnið og synti í land. Á miðri leið spurði ferðamaðurinn: “Hvernig losuðuð þið ykkur við krókódílanna?” “Við gerðum ekkert,” var svarað. “Hákarlarnir náðu þeim.”
—————————————– —————–
Ríkur glaumgosi kemur auga á fallega stúlku í andyrinu á hótelinu sem hann býr á. Hann býður stúlkunni upp í herbergið sitt og kemst þar að því að hún er bæði skemmtileg og mjög gáfuð. Í von um að geta orðið náinn með henni sýnir hann henni listaverkin sín, fyrstu útgáfu bóka eftir fræga rithöfunda og býður henni vín að drekka. Hann spyr hana hvort hún vilji frekar Sherry eða Port. “Ó, Sherry fyrir alla muni,” svaraði hún. “Í mínum augum er það ódáinsveigur guðanna. Bara það eitt að horfa á það í kristalglasi fyllir mig af eftirvæntingu. Þegar korktappinn er fjarlægður og guðdómlegur vökvinn hellist í glasið mitt, finnst mér eins og ég fljúgi. Það er eins og ég sé að fara að drekka töfradrykk sem lýsir upp allt líf mitt. Þúsundir fiðla er spilað mjúklega í eyrun mín og ég flyst yfir í annan heim.” Síðan heldur hún áfram: “Port lætur mig aftur á móti freta.”
—————————————- —————-
Gary Condit, George Bush og Bill Clinton fóru að hitta galdrakarlinn af Oz. Eftir langa ferð hittu þeir hann loks og hann sagði að hann mundi gefa hverjum þeirra eina ósk sem hann mundi uppfylla. Gary Condit bað um hjarta og hann fékk hjarta. George Bush bað um heila og hann fékk heila. Bill Clinton hugsaði sér vel um og sagði svo: “Er Dorotea nokkuð nálæg?”
—————————————- —————-
Hringt var í lögregluna að nóttu og í símanum heyrðist mjög hrædd karlmannsrödd: “Hjálp, það er verið að fremja rán í Austurgötu 19. Húsfreyjan er búin að króa þjófinn af uppi í svefnherbergi. Geriði það, komið fljótt.” Lögreglan svaraði um hæl: “Vertu óhræddur, við erum á leiðinni. Og hver er það sem talar?” “Þetta er þjófurinn.”
———————————— ———————
Þannig var að fólkið í Pentagon tók eftir því að þeir höfðu of marga herforingja í vinnu hjá sér. Þeir ákváðu þess vegna að senda þá þrjá elstu á fyrirfram eftirlaun. Þeir sömdu við þá að þeir mættu velja sér tvo punkta á líkamanum. Bilið á milli þessa tveggja punkta yrði síðan mælt og fyrir hvern sentímetra fengju þeir eina milljón. Sá yngsti valdi tánna sína og toppinn á höfðinu sínu og bilið reyndist 1.85, og hann fékk 185 milljónir. Sá í miðjunni valdi tánna sína og fingurgómana og rétti upp hendurnar. Bilið reyndist 2.50 og hann fékk 250 milljónir. Sá elsti hugsaði sig vel um og valdi svo kónginn og eistun. Þeir í Pentagon hugsuðu að hann hlyti að vera klikkaður en ætluðu samt sem áður að mæla bilið. Fenginn var sérstakur maður til að mæla og þegar hann girti niður um herforingjann brá honum verulega og æpti: “Guð minn góður. Hvar eru eistun þín?” “Í Víetnam.”
————————————– ——————
Eitt sinn voru tveir veiðimenn á gangi um skóginn. Allt í einu hrundi annar þeirra niður, lokaði augunum og hætti að anda. Hinn veiðimaðurinn panekeraði og hringdi í neyðarlínuna. Þegar var svarað í síman sagði hann: “Vinur minn er dauður! Hvað á ég að gera?!” Röddin í símanum var frekar róleg og sagði: “Taktu því rólega herra minn. Fyrst skulum við ganga í skugga um að vinur þinn sé dáinn.” Þá kom stutt þögn og síðan heyrðist byssuskot og veiðimaðurinn kemur aftur í síman: “Allt í lagi. Hvað geri ég næst?”