Tveir vinir voru saman í útilegu í Ástralíu, þeir voru nýbúnir að koma sér fyrir þegar annar ákvað að fara að míga. Allt í einu heyrist skaðræðis öskur og félaginn kemur hlaupandi út úr runnanum og gargar “SNÁKUR BEIT MIG Í TIPPIÐ!!”.
Hinn segir honum að bíða á meðan hann fer í bæinn og nær í lækni. Þannig að hann fer í bæinn og eftir langa mæðu finur hann lækni. “Læknir!! Vinur minn var bitinn af snáki!!!” segir vinurinn, “það er alt í lagi” segir læknirinn “eina sem þú þarft að gera er að sjúga eitrið úr”.
Vinurinn þakkar honum fyrir og flýtir sér til baka. Þegar að hann kemur öskrar slasaði vinurinn á hann, “HVAÐ SAGÐI LÆKNIRINN, HVAÐ SAGÐI HANN?”,
“hann sagði að þú ættir engan möguleika”.