Tveir gaurar sem ekki stigu í vitið voru um borð í skipi þegar það sökk úti á rúmsjó. Þeim tókst að bjarga sér með því að komast í gúmmíbjörgunarbát. Eftir sex daga í brennandi sól var allt vatn og vistir búnar. Á tíunda degi, þegar þeir voru hálfdauðir úr þorsta, ráku þeir augun í ílangan lampa se, flaut á sjónum. Þeir náðu lampanum um borð og þurrkuðu af honum: - Púff, heyrðist í lampanum og upp steig gamall og þreyttur andi sem sagði: - Okey. Fyrst þið leystuð mig úr lampanum þá fáið þið eina ósk, ég er löngu orðinn þreyttur á þessu þriggja óska kjaftæði og þið fíð því bara eina ósk saman og svo er ég farinn. Óskið ykkur strax! Annar gaurinn sagði samstundis án þess að hugsa: - Við viljum að sjórinn hérna í kring breytist í bjór. - Ekkert mál sagði andinn og sjórinn breyttist samstundis í bjór.
- Frábært Einstein, sagði hinn gaurinn og sló hann á kjammann. - Núna þurfum við að míga í bátinn…