Jónas kom inn í blómabúð. “Áttu nokkuð afrískar fjólur?” spurði hann afgreiðslukonuna.
“Nei, því miður,” sagði hún, “en við eigum alveg gullfalleg Maríulauf.”
“Nei, það gengur ekki,” sagði Jónas. “Það var afrísk fjóla sem ég átti að vökva á meðan Magga var í burtu.”




————————————————- ——————————-



Það kviknaði í olíuborpalli í eyðimörkinni og Arabarnir hringdu í Red Adair, frægan olíuslökkvara, og báðu hann um að koma og redda þeim. Á meðan þeir biðu kom gamall og slitinn sendiferðabíll á mikilli ferð út úr eyðimörkinni og ók á miklum í loftköstum beint inn í mökkinn þar sem hann var þykkastur og eldurinn var mestur.

Sex hafnfirðingar stukku út úr bílnum og réðust að eldinum með gamlar Heklu-úlpur og Nokia stígvél ein að vopni. Hálftíma seinna voru þeir búnir að slökkva eldinn og Arabarnir gáfu þeim 100 milljónir sem þeir máttu skipta á milli sín.

“Þakka þér fyrir,” sagði bílstjórinn. “Það fyrsta sem ég geri er að láta laga bremsurnar!”




————————————————- ——————————-



Jónas gaf út héraðsmálablað og fyrsta tölublaðið átti að ná athygli. Hann setti sem fyrirsögn á forsíðuna: “Helmingur bæjarfulltrúa eru glæpamenn!” Skiljanlega voru bæjaryfirvöld ekki ánægð með þetta og báðu hann um að taka þetta til baka í næsta blaði, sem hann gerði. Í öðru tölublaði var flennistór fyrirsögn á forsíðu þar sem stóð “Helmingur bæjarfulltrúa eru ekki glæpamenn!”




————————————————- ——————————-



Pabbi Jónasar dó og mamma hans tók því mjög illa. Hún var óhuggandi í marga daga og sat inni hjá sér og talaði ekki við nokkurn mann. Loks tók hún sér tak og fór að blanda geði við aðra. Þá sá Jónas sér til hrellingar að gamla konan var farin að ganga með buxurnar af pabba hans um hálsinn. Hann kom því að máli við prestinn og bað hann um að gera eitthvað í málinu.

Séra Guðmundur kom þá að máli við gömlu konuna og reyndi að fá hana til að sleppa buxunum, en það var sama hvað hann sagði, sú gamla vildi það ekki.

“En af hverju ertu þá með buxurnar hans Jóns um hálsinn?” spurði presturinn.
“Það er vegna þess að þær veita mér mikla huggun,” sagði gamla konan.
“En þá ættir þú frekar að ganga um með Biblíuna. Þar er miklu meiri huggun að finna.” sagði presturinn.
“Já, en,” sagði gamla konan, “það stendur ekki í Biblíunni sem stóð í buxunum hans Jóns míns.”




————————————————- ——————————-



Jónas var úti að aka í bílnum sínum með vin sinn sem farþega. Hann ók nokkuð greitt, eins og venjulega, svo vininum var um og ó, en þó tók steininn úr, þegar Jónas fór yfir á rauðu ljósi.
“Af hverju stoppaðir þú ekki?” spurði vinurinn.
“Sko,” útskýrði Jónas, “bróðir minn fer alltaf yfir á rauðu ljósi og hann hefur aldrei orðið fyrir slysi.

Jónas ók nú áfram og fór tvisvar í viðbót yfir á rauðu ljósi. Þegar hann kom að fjórðu gatnamótunum þá skipti ljósið yfir í grænt … og Jónas stoppaði með miklu bremsuvæli.
”Af hverju stoppaðir þú á grænu ljósi?“ spurði vinurinn.
”Það er,“ sagði Jónas, ”vegna þess að bróði minn gæti verið að koma hérna til hliðar, og, eins og ég sagði þér, þá stoppar hann aldrei á rauðu ljósi.“






——————————————— ———————————–

Jónas opnaði þurrhreinsun og fyrsti viðskiptavinurinn var að sækja frakkann sinn úr hreinsun. ”Nei, heyrðu mig,“ sagði viðskiptavinurinn. ”Það er stór blettur á hægri erminni!“
”Þú getur ekki kennt mér um það,“ sagði Jónas. ”Bletturinn var þarna þegar þú komst með frakkann!“






——————————————— ———————————–

Jónas kom að máli við Möggu, konuna sína og sagði: ”Magga mín, hefurðu tekið eftir því að hún Sigga dóttir okkar er farin að prjóna barnaföt?“
”Það var mikið að hún fór að gera eitthvað annað en að eltast við stráka," sagði Magga.


——————————————- ————————————-