“Pabbi ! Hvaðan kom ég?” spurði ein sjö ára.
Þetta var augnablik sem allir foreldrar kvíða fyrir, en er óhjákvæmilegt. Svo þeir tóku hana með sér inn í stofu með kynfræðslubækur og útskýrðu allt sem þeim datt í hug varðandi kynlíf, samskipti kynjanna og hvernig börnin verða til. Að þessu loknu sátu þau brosandi, ánægð með frammistöðuna.
“Svaraði þetta spurningunni?” spyr faðir hennar sigri hrósandi.
“Eiginlega ekki,” svaraði litla stelpan. “Það var að byrja ný stelpa í bekknum í morgun og hún sagði að hún kæmi úr Breiðholtinu. Mig langaði bara að vita hvaðan ég kom!”