Jónas fór að hitta prest sinn og var mikið niðri fyrir
“Heyrðu mig, Séra Guðmundur,” sagði hann. “Sko, eins og þú veist, þá erum við, konan mín og ég, búin að vera gift í nokkrar vikur, og um daginn gerði ég svolítið, sem ég held að ég hefði ekki átt að gera. Heldurðu nokkuð að við verðum rekin úr kirkjunni?”
“Ja, ég veit ekki,” sagði presturinn, “hvað var þetta sem þú gerðir?”
“Jú, sjáðu til, um daginn, þá kom ég að konu minni þar sem hún var að bogra svolítið og … ja, ég veit eiginlega ekki hvað kom yfir mig, ég bara tók hana þarna, þar sem við stóðum, aftan frá. Heldurðu að okkur verði nokkuð hent út úr kirkjunni?”
“Ja, sjáðu nú til,” sagði presturinn. “Kirkjan mælir að vísu ekki með slíku háttarlagi, en þið eruð nú hjón og líklegast er að kirkjan mundi líta á þetta sem fullkomnun hjónabandsins, hvaða stelling eða aðferð er svosem notuð.”
“En verður okkur hent út úr kirkjunni?” spurði Jónas.
“Nei, af hverju heldurðu það?” sagði þá presturinn.
“Jú, sko, okkur var kastað út úr kaupfélaginu.”