Hér segir af litlum fugli sem flaug haust eitt er kólna tók í
veðri suður á bóginn. En vetur konungur lagðist óvenju snemma yfir þetta
árið og frostið beit í litlu vængina svo aumingja fuglinn féll til jarðar.
Hann lenti á stórum akri og vissi ekki sitt rjúkandi ráð. En þá birtist
belja ein og skeit á hann. Þar sem fuglinn lá þarna í miðri kúamykjunni
fann
hann hversu hlýtt og notarlegt þetta var. Skíturinn varði hann hreinlega
fyrir kuldanum og þetta var mjúkt og notarlegt bæli sem hann lá þarna í.

Litli fuglinn var svo hamingjusamur og honum leið svo vel að hann byrjaði

syngja af gleði. Köttur sem var þarna á ferðinni heyrði söng litla fuglsins
og rann á hljóðið. Hann sá skítahrúguna og dró litla fuglinn upp úr henni
og
át hann.

Það sem við getum lært af þessari sögu er að:
1. Þeir sem gefa skít í þig eru ekki endilega óvinir þínir.
2. Þeir sem draga þig upp úr skítnum eru ekki endilega vinir þínir.
3. Þegar þú ert í djúpum skít skaltu hafa vit á því að halda kjafti.

Björn Þór - bjorn@internet.is