Hér koma nokkrir góðir brandarar…

-Hvað er svart og stendur á einum fæti úti í eyðimörkinni ?

-Einfættur svertingi



-Hvað er svart og stendur á tveimur fótum úti í eyðimörkinni ?

-Tveir einfættir svertingjar



-Hvað er svart og stendur á þremur fótum úti í eyðimörkinni ?

-Flygill

————————————– —————————-

-Ég ók framhá sumarbústaðnum þínum um helgina.

-En hvað það var gaman !

————————————————– —————-

Hafnfirðingur, Akureyringur og Reykvíkingur voru staddir á eyðieyju. Þeir komust ekki burt því eyjan var umkringd hákörlum. Þeir höfðu verið fastir þarna í nokkra daga þegar flösku rak á land. Reykvíkingurinn náði flöskunni, tók úr henni tappann og út sveif andi. Andinn:-Fyrst þið voruð svo indælir að losa mig úr prísundinni fáið þið eina ósk hver.
Reykvíkingurinn:- Ég óska þess að vera komin heim til Reykjavíkur til konu minnar og barns. Hókus pókus og hann var kominn heim til sín.
Akureyringurinn:-Þetta var ekki sem verst. Ég óska mér hins sama. Hókus pókus og hann var kominn heim til Akureyrar. Nú átti Hafnfirðingurinn að óska sér. Hann hugsaði sig vel um og sagði svo: Ég óska þess að ég breytist í konu. Hókus pókus og hann varð kona og labbaði rakleiðis yfir brúna.

——————————————— ———————

-Ég hef átt sama yfirmann í 50 ár.

-Ég líka, við héldum upp á gullbrúðkaupsafmælið okkar í síðustu viku !

————————————————– —————-

Tveir Hafnfirðingar voru á gæsaveiðum með hundana sína en ekkert gekk. -Nú fatta ég hvað við erum að gera vitlaust, sagði annar. Við hendum hundunum ekki nógu hátt upp.