Jónas var í glögg-veislu skrifstofunnar og var að reyna við fallegustu skrifstofudömuna, nokkuð sem hann var búinn að dreyma um allt árið!

„Fyrst,“ sagði Jónas, „ætla ég að sjá til þess að þú fáir dálítið mikið af glögginu hérna, svo það losni pínulítið um þig.“

„Ég held nú síður!“ sagði stúlkan.

„Svo ætla ég að fara með þig á veitingahús og bjóða þér uppá væna máltíð og nóg af víni, til að halda þér á floti.“

„Ég held nú síður!“

„Svo ætla ég að fara með þig heim til mín og gefa þér þar af eðalvíni sem ég á og kemur þér verulega í skap til að gera hvað sem er.“

„Ég held nú síður!“

„Síðan ætla ég að eiga við þig löng og ofsafengin mök þar til þú liggur örmagna og fullnægð á gólfinu!“

„Ég held nú síður!“

„Og ég ætla ekki einu sinni að vera með smokk!“ sagði Jónas.

„Ég held nú bara víst!“ sagði stúlkan.

————————————————— —————

Flugfreyjan nálgaðist Jónas, sem var búinn að vera kvarta og kveina hástöfum alla ferðina.

„Get ég aðstoðað þig?“ spurði hún.

„Ég þarf sko að kvarta undan þessu flugfélagi,“ sagði Jónas. „Í hvert sinn sem ég flýg með ykkur, þá fæ ég sama sætið, ég get ekki séð myndina sem sýnd er og það eru engar gardínur fyrir glugganum, þannig að mér rennur ekki blundur á brá. Þetta bara gengur ekki svona!“

„Þú ert flugstjórinn, Jónas,“ sagði hún. „Þegiðu bara og lentu vélinni!“
Ef þú átt eitthvað vantalað við mig….slepptu því að segja það.