Hópur sálfræðinga er á ráðstefnu. Fjórir af þeim taka tal saman. Einn þeirr segir:
“Fólk er alltaf að koma með vandamál sín til okkar, en við getum ekki farið neitt með okkar vandamál, leyndarmál og samviskubit.” Hinir eru sammála þessu.
Þá segir einn: “Fyrst að við erum komnir saman, af hverju notum við ekki tímann til að létta svolítið á okkur?”
Hinir kinka kolli.
Fyrsti viðurkennir: “Mig langar stundum til að drepa sjúklingana mína, ég er orðinn svo leiður á tuðinu í þeim.”
Sá næsti segir: “Ég lifi svo hátt ég finn alltaf einhverja leið til að svindla á sjúklingunum þannig að ég get keypt það sem ég vil.”
Sá þriðji segir strax á eftir: “Ég er dópsali og nota sjúklingana mína til að dreifa dópi fyrir mig.”
“Alveg sama hvað ég reyni,” segir sá fjórði, “þá get ég ekki þagað yfir því sem mér er sagt…”


Guðmundur var með samviskubit. Alveg sama hvað hann reyndi, hann gat bara ekki gleymt þessu. Hugsanir um spillt siðgæði og brot á læknareglum voru að kæfa hann. En einstöku sinnum heyrði hann rödd í huga sér segja:
“Guðmundur, ekki hafa áhyggjur af þessu. Þú ert örugglega ekki fyrsti læknirinn sem sefur hjá sjúklingunum, og örugglega ekki sá síðasti.
En svo heyrðist önnur rödd innra með honum, aðeins háværari:
”En Guðmundur þú ert dýralæknir.“


Frammari, Valsmaður og Björk fegurðadrottning sitja saman í rútu á leiðinni norður. Ljósin í Hvalfjarðargöngunum eru biluð svo að rútubílstjórinn kveikir ljósin í rútunni. Þegar þau eru hálfnuð í gegnum göngin, slökkna ljósin skyndilega, það heyrist kyssihljóð og í kjölfarið hár smellur eins og einhver hafi verið sleginn utan undir.
Þegar ljósin kvikna aftur, sitja Valsmaðurinn og Björk eins og ekkert hafi í skorist, en Frammarinn heldur um kinnana á sér.
Frammarinn hugsar: ”Valsmaðurinn hlýtur að hafa kysst Björk, hún hefur slegið í átt að honum, ekki hitt og slegið mig í staðinn.“
Björk hugsar: ”Frammarinn hlýtur að hafa reynt að kyssa mig, kysst Valsarann og fengið utan undir fyrir.
Valsarinn hugsar: “Þetta er frábært! Ég vona að ljósin detti út aftur svo ég geti gert kyssihljóð og slegið Frammarann aftur utan undir!”



Ef það eru 0°C í dag og það er spáð helmingi meiri kulda á morgun, hvað verður þá kalt?