Fjórir gamlir vinir voru á Korpúlfsstöðum að spila golf.
Einn þeirra er eitthvað á eftir með fyrstu holuna svo hinir þrír fara að ræðum um syni sína á meðan þeir bíða.
Sá fyrsti sagði þeim frá syni sínum sem er byggingaverkfræðingur og verktaki. Strákurinn er að gera það gott í byggingabransanum, reyndar svo gott að nýlega gaf hann vini sínum nýtt hús.
Annar faðirinn fór þá að segja frá syni sínum sem fyrir nokkrum árum keypti bílaumboð og er farinn að hafa af því nokkrar tekjur. Sem dæmi um velgengnina gaf sonurinn vini sínum splunkunýjan fjallajeppa fyrir stuttu síðan.
Þriðji faðirinn gat sagt svipað af sínum syni. Hann er nýlega orðin háttsettur yfirmaður í verðbréfafyrirtæki og gerir það gott. Fyrir stuttu gaf hann góðum vini sínum nokkrar milljónir í hlutabréfum.
Þegar sá fjórði kemur til þeirra segja þeir honum að þeir hafi verið að ræða syni sína og spyrja hvað hann geti sagt um son sinn. „Ef ég á að segja ykkur satt, þá er ég ekki ánægður með líferni sonar míns,“ svarar hann. „Strákurinn er bara hárgreiðslumaður og nýlega kom hann út úr skápunum og sagði mér að hann sé hommi. Eina bjarta hliðin á þessu er að hann á þrjá kærasta og þeir gera vel við hann, nýlega gaf einn honum nýtt hús, annar nýjan fjallajeppa og sá þriðji gaf honum hlutabréf upp á nokkrar milljónir.”