Gátur og brandarar

Af hverju setja Hafnfirðingar alltaf stiga upp að skóla?.

Til þess að komast í háskóla.

Rómeó og Júlía fundust dáin á gólfinu og það var vatn á gólfinu
það var skál á gólfinu og opinn glugginn hvernig stóð á því?.

Rómeó og Júlía voru tveir gullfiskar og það kom vindhviða út úr glugganum og feikti skálinni niður.

Það var allsber maður sem dó í miðju Atlantshafi og hvernig stóð á því?.

Það voru þrír menn sem voru á ferð í loftbelg og allt í einu fór loftbelgurinn að hrapa. En þá datt einum manninum í hug að kæða sig úr öllum fötunum en það virkaði ekki. En einn annar maðurinn fann upp á því að sá þyngsti átti að láta sig detta niður í mitt Atlantshaf og einn fór niður og þannig stóð á því.

Af hverju setja alltaf Hafnfirðingar alltaf sólstól uppi á svölum?.

Til þess að sólin gæti sest.

Það var einu sinni strákur sem hét Jónas og langaði í talandi páfagauk og fór síðan og keypti sér hann. Síðan sagði hann við páfagaukinn “segðu Jónas” en páfagaukurinn sagði ekki neitt. En síðan endurtók hann það og sagði aðeins hærra “segðu Jónas” en páfagaukurinn sagði ekki neitt. En síðan tók hann um hálsinn og sagði “segðu Jónas” en páfagaukurinn sagði ekki neitt. En þá henti hann páfagauknum út í hænsnakofa. En næsta dag fer Jónas í hænsnakofann og þá er páfagaukurinn með klærnar í hálsinn í hænunum og segir “segðu Jónas segðu Jónas gra gra”

Hvað er líkt við bananann og Hafnfirðinginn?.

Það er eitthvað bogið við þá báða.

”Og af hverju fór dótturfyrirtækið á hausinn“
”æ það vildi enginn kaupa dætur.

Það er bara einn kostur við rigninguna
maður þarf ekki að moka af tröppunum.

Tveir draugar giftust og níu mánuðum seinna eignuðust þau vasaklút.

María litla: hafa hænur ekki spena.
Pappi: auðvitað ekki
María litla: en á hverju lyfa þá eggin

“Þegar það var rafmagnslaust í seinustu viku þá var ég fastur í lyftu í 3 tíma”
“það var nú ekkert ég var fastur í rúllustiga í 4 tíma”

Jóhanna gamla var með svo marga og áberandi æðarhnúta að hún ákvað að skella sér alsnakin á grímuball elliheimilsins útbúin sem landakort.

Pípulagningarmaðurinn: mér þykir leitt hvað mér seinkaði
Frúin: allt í lagi á meðan kenndi ég krökkunum að synda
My software never has bugs. It just develops random features.