Einu sinni voru ljóska og brúnka að horfa á fréttirnar í sjónvarpinu. Þá kom mynd af manni sem virtist ætla að stökkva fram af brú. Síðan komu ayglýsingar. Þá sagði brúnkan: Ég skal veðja upp á 500 kall að kallin stökkvi. Ókey, ég held að hann stökkvi ekki! Þegar auglýsingarnar voru búnar kom í ljós að maðurinn stökk og ljóskan lét brúnkuna hafa 500 kr. Þá sagði brúnkan: Æ, taktu 500 kallinn þinn aftur, ég sá fréttirnar í morgun og vissi að hann myndi stökkva. En ljóskan sagði: Nei nei, hafðu 500 kallinn, ég sá líka fréttirnar í morgun en ég hélt bara að kallin væri ekki svo heimskur að stökkva tvisvar!