Nokkrar vinkonur voru í fríi þegar þær sáu 5-hæða hótel. Í skilti við hótelið stóð “Aðeins fyrir konur”. Þar sem kærastarnir voru heima ákváðu þær að fara inn. Dýravörðurinn sem var mjög myndarlegur útskýrði fyrir þeim hvernig þetta virkaði allt saman.

“Hótelið er 5 hæða. Á hverri hæð er skilti sem segir nákvæmlega hvað er á þeirri hæð. Þegar þið hafið fundið eitthvað við ykkar hæfi gangið þá inná hæðina annars skulu þið halda áfram uppá þá næstu.”

Svo þær héldu upp. Á fyrstu hæðinn var skilti sem á stóð “Allir karlmenn hér eru með stutta og þunna.” Þær hlógu og héldu áfram upp.

Á næstu hæð stóð “Allir karlmenn hér eru með langa og þunna.” Þær brostu bara og héldu áfram upp.

Þær komu uppá þriðju hæð og lásu á skiltið “Allir karlmenn hér eru með stutta og þykka.” Vitandi að tvær hæðir voru eftir ákváðu þær að halda áfram.

Á fjórðu hæðinni var skiltið fullkomið “Allir karlmenn hér eru með langa og þykka.” Vinkonurnar voru nú orðnar verulega æstar og voru að fara inn þegar þær föttuðu að ein hæð væri eftir. Með hugan við það hverju þær væru að tapa ákváðu þær því í staðinn að fara uppá fimmtu hæð.

Á fimmtu hæð sáu þær strax skiltið og á því stóð “Á þessari hæð eru engir karlmenn. Þessi hæð var einungis byggð til að sýna fram á þá staðreynd að vonlaust er að gera konum til hæfis.”