Hermannaflokkur voru á æfingu sem fólst í því að láta sig falla saman við umhverfið með því að nota felubúninga og fleira. Hershöfðingi, sem var að fylgjast með, sá að einn hermaðurinn, sem hafði dulbúið sig sem tré, hafði sést hreyfa sig snögglega.
“Heimskinginn þinn” öskraði hershöfðinginn, “Veistu að þú hefðir getað stefnt lífi allra félaga þinna í lífshættu?”
“Já herra,” svaraði hermaðurinn “En ef ég má segja þá stóð ég grafkyrr þegar hópur af dúfum notuðu mig sem skotskífu. Og ég hreyfði ekki vöðva þegar stór hundur meig á mig.
En þegar tveir íkornar hlupu upp buxnaskálmina mína og ég heyrði þann stærri segja,
'Étum eina núna og geymum hina fyrir veturinn' — þá dró ég strikið”

;)