Hafnfirskur lögreglumaður handsamaði bófa og var að fara að setja á hann handjárn, þegar vindurinn feykti hattinum af honum.
Á ég að ná í hann? spurði bófinn hjálpfús.
Heldurðu að ég sé algjör bjáni? svaraði löggan.Þú bíður hér meðan ég sækji hann.

Dómarinn leit reiðilega á hafnfirska sakborninginn.
Hvers vegna misþyrmdir þú þessum manni svona hræðilega?
Það lá þannig í því, sagði Hafnfirðingurinn, að ég hafði fengið mér smá sjúss og gerði þessi líka hræðilegu mistök.Ég hélt nefnilega að þetta væri konan mín!

Hefurðu heyrt um Hafnfirðinginn sem fór til tannlæknis að fá vísdómstönnina setta í?

Eða Hafnfirska peningafalsarann?
Löggan fór inn til hans og fjarlægði 2 milljónir í 300 kr. seðlum.

Hafnfirðingur ók bílnum sínum fram af kletti til að athuga loftbremsurnar!

Svo var það Hafnfirðingurinn sem ætlaði að fremja sjálfsmorð með því að stökkva frá Hallgrímskirkjuturni til jarðar.
Hann hitti ekki.

Hafnfirðingurinn hringdi eitt sinn dónasímtal sem hljóðaði svona:Þú hefur æðislega rödd og hljómar æðislega sexý, en þú þarft ekki alltaf að segja mér hvað klukkan er.

Svo var það Hafnfirðingurinn sem var svo fátækur að hann fékk bréf frá blóðbankanum, vegna þess að hann hafði veðsett blóðið sem hann lagði inn fyrir 3 árum.

Afhverju standa Hafnfirðingar alltaf kyrrir þegar þeir tala í síma?
Til að sleppa við skrefagjöldin.

Hafnfirðingur hringdi í lögguna og bað hana um að koma í einum grænum því búið væri að ræna úr bílnum hans stýrinu, bensíngjöfinni, kúplingunni, gírkassanum og bremsunni.
Nokkrum mínútum seinna hringdi hann aftur og sagði að allt væri í lagi.
Hann hafði sest aftur í. LOL

Hafnfirskur prestur var sendur í trúboð til mannætna.
Hann náði mjög góðum árángri, hann fékk þá til að borða fisk á föstudögum.

Er eitthvað að? spurði Hafnfirðingurinn konu sína.
Þú talaðir bara 20 mín. í staðinn fyrir tvo tíma í símann.
Ég veit, sagði konan.Ég hringdi líka í vitlaust númer.

Vitiði hvað stendur á botni djúpu laugarinnar í Hafnafirði?
Reykingar bannaðar!

Eða á veggjunum?
Varúð, vatnið er blautt.

Hvernig þekkist Hafnfirsk aftökusveit?
Hún myndar alltaf hring.

Hvernig þekkist Hafnfirskur sjóræningi?
Hann hefur lepp fyrir báðum augum.

Vitiði afhverju bókasafnið í Hafnarfirði er lokað?
Af því að sá sem fékk bókina síðast skilaði henni ekki.

Hafnfirskur læknir fann upp lækningu við sjúkdómi sem er ekki til.

Hafnfirðingur fór til læknis með stórann hatt, lyfti honum af og var þá ekki bara froskur á hausnum á honum.
Hvernig gerðist þetta? spurði læknirinn hissa.
Þetta byrjaði sem bóla á fætinum á mér og……. sagði froskurinn.

Hafiði heyrt um hafnfirðinginn sem færði húsið sitt heilann meter til að strekkja á þvottasnúrunni?

Hafnfirðingur í símanum:Til hvers varstu að svara ef þetta er vitlaust númer?

Hafnfirðingurinn fattaði uppá stórkostlegu slagorði fyrir dagatalið og lét það verða að slagorði fyrirtækisins án vitundar forstjórans.
Svo kom hann öskurreiður inn á skrifstofuna daginn eftir og öskraði: Hver fattaði uppá þessu ömurlega slagorði????
Við getum ekki auglýst: Kaupið dagatölin okkar og dagar verða taldir!!! LOL

Hafnfirskur kennari felldi nemanda á prófi vegna þess að hann skrifaði “ gaflari ” með einu b-i en ekki tveimur.

Ertu búinn að heyra um hafnfirsku flugvélinasem var æðislega nýtískuleg, ekkert nema tölvur.Þegar farþegarnir voru komnir um borð kemur ofsalega flott VBM tölva og segir þeim að frá vélinni, hvað hún er flott og nýtískuleg og enginn fljúgi vélinni.En fólkið þurfi ekkert að óttast því ekkert gæti farið úrskeiðis, úrskeiðis, úrskeiðis, úrskeiðis…………..

Hafnfirðingurinn keypti sér orðabók og aðspurður sagðist hann ekki hafa getað fylgt söguþræðinum en að minnsta kosti væri hvert orð skýrt.

Þegar Ingólfur Arnarson kom til Hafnarfjarðar stóð á skilti:
Til Reykjavíkur og þeir sem kunnu að lesa fóru þangað en hinir voru eftir.

Veistu hvað gerðist þegar skeiðarárhlaupið byrjaði?
Fimm FH-ingar fóru og létu skrá sig.

Þegar fuglarnir fljúga yfir Hafnarfirði segja þeir ekki dirrindí heldur hósta þeir.

Mér finnst alveg að ég gæti skrifað fleiri brandara, en enginn
tilgangur.Þið munduð bara hlæja af þeim.

Mér fannst ekki allir brandararnir sem ég skrifaði góðir og ég skil ekki hvernig ég nennti að skrifa þá.

Ekki Copy/paste heldur uppúr bók.
Enjoy!!!!!!!!!!!!
Ef þú átt eitthvað vantalað við mig….slepptu því að segja það.