Hefurðu heyrt um hafnfirska bóndann sem gaf beljunum sínum járntöflur?
Hann hélt hann myndi fá stálull.

Eða um hafnfirsku fallhlífina sem opnast við högg!!

Eitt sinn var uppi Hafnfirðingur með hræðilega minnimáttakend.Hann hélt að allir væru jafngóðir og hann.

Móðir úr Firðinum kom nýlega í heimsókn til sonar síns öskureið.Hvers vegna hringirðu aldrei til mín? spurði hún reiðilega.
Mamma, sagði sonurinn, þú hefur ekki síma.
Ég veit, sagði mamman, en þú hefur hann.

Vitiði afhverju mávarnir fljúga í hringi yfir Hafnafirði.Þeir geta bara notað annann vænginn, þeir halda fyrir nefið með hinum.

Hafnfirðingur keypti sér barómet til að geta stillt á sólskin þegar hann fer í sumarfrí.

Hafnfirðingurinn sagði við vin sinn að nú hafi hann sloppið naumlega. Ég vaknaði í nótt og fannst ég sjá eitthvern á ferli svo éeg greip haglabyssuna og dúndraði úr báðum hlaupunum.Svo þegar ég fór að athuga þetta nánar sá ég að þetta var bara skyrtan mín.
Og hvað meinarðu með því að þú hafir sluppið naumlega? spurði vinur hans.
Ja, hugsaðu þér ef ég hefði gleymt að fara úr henni í gærkvöldi, sagði Hafnfirðingurinn.

Svo var það Hafnfirðingurinn sem kom í heimsókn til nágranna síns.
Nei, sæll og blessaður Gunnsi minn, sagði nágranninn, komdu innfyrir.
Nei, ég er svo skítugur á fótunum.
Það er allt í lagi, þú ert þó í skóm, sagði nágranninn.

Hafnfirðingurinn öskraði á þjóninn, það er ekki nóg með að maturinn sé óætur heldur eru skammtarnir svo litlir að það er ekki smuga að maður verði saddur!!!!

Hafnfirðingurinn leit uppúr blaði og sagði við konu sína:
Ég skil ekki hvers vegna fólk deyr alltaf í stafrófsröð.

Hafnfirðingur málaði eina hlið á bílnum sínum græna og hina gráa vegna þess að hann elskaði að hlusta á fólk rífast.

Það var einu sinni Hafnfirðingur sem ætlaði að synda til Grímseyjar en eftir RÚMLEGA hálfa leið var hann svo þreyttur að hann sneri við.

Áhugafullur Hafnfirskur fornleifafræðingur sagði á fyrirlestri í amerískum háskóla.
Sumar fornar borgir, sagði hann alvörugefinn, hafa horfið svo algjörlega að efast er um að þær hafi nokkurntíma verið til.

Meira á morgun!!!
Ef þú átt eitthvað vantalað við mig….slepptu því að segja það.