Sigurður gamli hafði alltaf verið trúaður og þegar hann lá stórslasaður á spítalanum eftir að hafa dottið niður úr stiga, var presturinn fenginn til að vera honum og fjölskyldu hans til stuðnings. Siggi var mikið slasaður og var með súrefnisgrímu fyrir andlitinu.
Þar sem öll fjölskyldan stendur við sjúkrarúmið byrjar Siggi allt í einu að blána í framan, verður skelfingu lostinn, grípur blaðið og pennann sem hann hafði fengið til að tjá sig með og byrjar að skrifa. Presturinn tekur við blaðinu og býst við að þar séu lokaorð hans og stingur því vasann til betri tíma.

Við jarðarförina er presturinn að fara með ritningarorðin og segir svo: “Hann Siggi lét mér í té síðustu ósk sína á pappír. Ég hef ekki kíkt á hana, en ef ég þekki hann rétt, þá ættu orð hans hinstu orð að vera okkur hvatning og huggun.”

Hann opnar síðan samanbrotinn miðann og les: “Fíflið þitt! Þú stendur á súrefnisleiðslunni!”