Góðgerðastofnun nokkur, í litlum bæ úti á landi, var að átta sig á því að aðfluttur lögfræðingur hafði aldrei gefið krónu til góðgerðamála. Þrátt fyrir að samkvæmt opinberum gögnum væri hann með tugi milljóna í árstekjur. Svo þeir ákváðu að hringja…

“Samkvæmt okkar gögnum hefur þú aldrei gefið til góðgerða eða líknarmála, þrátt fyrir mikla velgengni. Má ekki bjóða þér að borga samfélaginu eitthvað til baka?”

Lögfræðingurinn velti þessu aðeins fyrir sér, en segir síðan: “Í fyrsta lagi, sögðu gögnin sem þið hafið um mig, að móðir mín er að deyja eftir langvarandi veikindi og að lyfjareikningar hennar eru sjöfalt það sem hún þénar á ári?”

Vandræðalegt andartak í símanum, “Um…nei.”

“–eða að bróðir minn, á besta aldri, er blindur og bundinn við hjólastól?”

Maðurinn frá góðgerðastofnuninni var byrjaður að reyna að stynja upp einhverjar afsakanir, en var truflaður:

“–eða að mágur minn dó í umferðaslysi, ” rödd lögfræðingsins var farin að bera vott um reiði, “ og systir mín situr eftir allslaus með þrjú börn?!”

Auðmýktur maðurinn á hinni línunni sagði einfaldlega, “Veistu? Ég hafði bara ekki hugmynd…”

“–og ef ég læt þau ekki fá krónu, af hverju skyldi ég láta ykkur fá eitthvað?!?”

geðveikt Nasty