Haha, karlmenn og konur!!

Jói var mjög rómantískur, en svolítið tregur. Þegar hann fór með konuna sína út að borða á brúðkaupsafmæli þeirra hjóna, þá fylgdist hann með pörunum í kring til að læra hvernig á að koma fram við konur.

Hann fylgdist með parinu sem sat næst þeim. Maðurinn var enskur og spurði: Can you pass me the sugar, sugar?
Honum fannst þetta flott.

Svo sá hann til annars pars og þar var Ameríkani sem spurði:Can you pass me the honey, honey?
Honum fannst þetta ennþá flottara.

Nú var Jói klár á þessu og spurði: Get ég fengið mjólkina, beljan þín?

Aumingja Jói, ætli þetta hafi ekki orðið síðasta brúðkaupsafmælið hans?


Siggi og Jói voru á leiðinni á skíði í Kerlingafjöllum. Á leiðinni lenda þeir í afleitu veðri og villast. Þeir koma að sveitabæ og banka að dyrum. Til dyra kemur gullfalleg ekkja sem bjó þar ein. Þeir spyrja hvort að þeir geti nokkuð fengið að gista þar til veðrinu sloti.

“Ekkert mál,” segir ekkjan og þeir koma sér fyrir.

Níu mánuðum seinna fær Siggi bréf frá lögfræðingi ekkjunnar. Hann hringdi umsvifalaust í vin sinn og spyr: “Jói, manstu eftir fallegu ekkjunni sem leyfði okkur að gista þegar við villtumst í óveðrinu á leiðinni í Kerlingafjöll?”

“Já já, ég man eftir henni.”

“Ekki vill svo ótrúlega skemmtilega til að þú hafir vaknað þarna um nóttina og farið á hana?”

“Jú, ég verð nú að viðurkenna það,” segir Jói.

“Og ekki vill svo til að þú hafir gefið henni upp mitt nafn og mitt heimilisfang?”

“Ég er hræddur um að það sé rétt,” segir Jói ákaflega vandræðalegur.

“Þakka þér! Hún var að deyja og ég erfði allt!”



Andri kom dag nokkurn í vinnuna, alveg svaka haltur. Einn af samstarfmönnum hans, Jón, spyr hann hvað hafði gerst.
“Það var ekkert,” svaraði Andri, “bara gömul fótboltameiðsl sem taka sig upp öðru hvoru.”
“Ég vissi ekki að þú hefðir spilað fótbolta.”
“Ég gerði það aldrei,” segir Andri, "ég meiddist þegar ég tapaði bjórkassa í veðmáli í meistarakeppninni. Ég sparkaði í gegnum sjónvarpið.

Ljóskan var í flugferð í viðskiptaerindum( guð má vita hvernig) og sat hliðina á lögfræðingi á Business Class.Lögfræðingurinn spurði ljóskuna hvort hún vildi koma í leik sem væri þannig að hann spurði hana, og ef hún gat ekki svarað fengi hann 500 kall, en ef hún gæti svarað, þá fengi hún 500 kall.Ljóskan var þreytt og nennti því ekki.Þá sagði lögfræðingurinn að hún fengi 1000 kall en hann bara 500.Ennþá nennti hún því ekki og sneri sér við.En þá segði lögfræðingurinn að hann fengi 500 kall en hún 500 og hugsaði með sér að hann tapaði engu fyrst þetta væri ljóska.Hún samþykkti það.Lögfræðingurinn byrjaði að spyrja:Hver er lengdin milli Jarðarinnar og Tunglsins?Ljóskan tók strax upp 500 krónu seðil.
Nú spurði ljóskan:Hvað fer upp á 3 fótum en fer niður á 4?
Lögfræðingurinn leitaði á öllu netinu, sendi vinum sínum mail og neyddist klukkustund síðar að gefa ljóskunni 5000 krónu seðil.
Hann spurði ljóskuna svo hvað svarið væri.Ljóskan lét hann strax fá 500 kall.

Þótt ótrúlegt sé eru ljóskur ekki alltaf heimskar.

PS.Ég þekki óheppna konu sem er ljóska og býr í firðinum.
Ef þú átt eitthvað vantalað við mig….slepptu því að segja það.