Jói litli var að leika sér úti í garði. Afi hans sat þar hjá og fylgdist með þegar Jói litli kom auga á orm sem hann þegar í stað fór að bixa við að toga orminnn upp úr holunni sinni.
Þegar Jói hafði náð orminum heilum upp úr holunni, sagði Afi: “Jói minn, ég skal gefa þér 500 kall ef þu getur komið orminum ofan í jörðina sömu leið og hann kom.
Upp hófst nú mikið bras, þegar Jói litli reyndi að troða orminum ofan í holuna. Eftir góða stund tók Jói á sprett inn í hús og kom aftur með brúsa af hárlakki. Hann sprautaði orminn með hárlakki og beið eftir að hann þornaði síðan stakk hann honum vandræða laust niður í holuna og fékk 500 kallinn hjá afa sínum.
Daginn eftir var Jói litli að leika sér í garðinum þegar afi hans kemur út og réttir honum 5000 kr. og segir: ”Þetta er frá henni ömmu þinni, henni leist vel á hárlakkið!"