Greind
Davíð Oddsson er í Washington hjá George Bush. Eftir að þeir hafa lokið við að borða kvöldmat segir Bush: “Well David, I dont't know what you think of the members of your Cabinet, but mine are all bright and brilliant.” “How do you know?” Spyr Davið. “Oh well, it's simple”, segir Bush. “They all have to take special tests before they can be a minister. Wait a second”. Hann veifar til Colin Powell og segir við hann: “Tell me Colin, who is the child of your father and of your mother who is not your brother and is not your sister?” “Ah, that's simple Mr. President”, segir Colin, “it is me!” “Well done, Colin,” segir Bush og Davið er alveg heillaður!


Eftir að viðræðum þeirra er lokið sest Davíð upp í flugvél og heldur aftur heim til Íslands. Á leiðinni heim leiðir Davíð hugann að því hver sé í raun greindarvísitölustaða hinna ráðherranna í ríkistjórn hans. Þegar hann mætir aftur á skrifstofuna hringir hann í Guðna Ágústsson og biður hann að kíkja við hjá sér. Guðni kemur til hans að vörmu spori og Davíð segir þá við hann um leið: “Guðni, segðu mér nú, hvert er barn þíns föður og móður sem hvorki er þinn bróðir né systir?” Guðni hugsar sig um vel og lengi án þess að geta svarað. “Ja hérna, þessi var flókin! Má ég ekki fá að hugsa mig um dálitla stund?” Davíð vill ekki leggja óþarfa pressu á Guðna svo hann segir: “Jú allt í lagi, þú færð 24 stunda umhugsunarfrest.” Guðni snýr aftur til skrifstofu sinnar og hugsar nú svo stíft að það brakar í heilaberkinum. Eftir að hafa setið og hugsað um hríð ákveður hann að kalla saman starfsfólk sitt í landbúnaðarráðaneytinu og leggja spurninguna fyrir þau. Allt kemur fyrir ekki. Enginn hefur svarið við þessari gestaþraut Davíðs. Eftir 20 stundir hefur Guðni enn enga lausn fundið.


Hann verður nú afar áhyggjufullur því hann skilur þó það að svarið við þessari spurningu getur þýtt af eða á fyrir hann sem ráðherra í ríkistjórn Davíðs og nú eru bara 4 tímar eftir af frestinum. Þá dettur honum ráð í hug!: “Ég spyr bara Geir H. Haarde! Hann er bæði talnaglöggur og útsjónarsamur, ef einhver veit það, þá er það hann!” Guðni drífur sig yfir til Geirs og segir: “Geir, þú verður að hjálpa mér, Davíð fól mér að leysa þraut þar sem ég held að það ráðist hvort ég held ráðherrastöðu minni eftir því hvort mér tekst að svara rétt eður ei. ”Hver er þrautin?“ spyr Geir. ”Hlustaðu nú“, segir Guðni. ”Hvert er barn þíns föður og móður sem hvorki er þinn bróðir né systir?“ ”Þetta er einfalt“, segir Geir. ”Þetta er ég!“ ”Að sjálfsöðgu!“, segir Guðni og hleypur yfir til að segja Davíð svarið. ”Davíð, Davíð, nú hef ég svarið! Þetta er Geir H. Haarde!“ Davíð lítur upp á Guðna raunamæddum augum og segir: ”Mér þykir það leitt Guðni minn en það er ekki rétt. Rétt svar er Colin Powell“.Kattaælan
Ég kom eitt sinn í heimsókn til kunningja míns, seint á laugardagskvöldi. Ég hringdi dyrabjöllunni hjá honum, og hann kemur til dyra, alveg dauðadrukkinn. ”Nei blessar, koddd'inn“, sagði hann og benti mér á að koma inn. Þar sem hann stóð á meðan ég var að taka af mér, vildi ekki betur til en að allt í einu stendur spýjan upp úr honum, og hann ælir á ganginn og yfir köttinn sinn sem sat þar. Vinurinn stendur þarna, slagandi , og starir á þessa ókennilegu hrúgu á gólfinu og segir: ”Heii ! ég er sko pottþétt ekki að muna eftir að hafa étið helv.. köttinn … émeinaða ….í alvöru.“Ágæta tæknideild.
Á síðasta ári fékk ég mér uppfærslu úr Boyfriend 5.0 í Husband 1.0. Fljótlega á eftir tók ég eftir því að nýja forritið átti í örðugleikum með að aðlagast þeim forritum sem fyrir voru og takmarkaði til dæmis aðgang minn að blóma og skartgripaskránum sem hafði verið ekkert mál að opna með gamla forritinu Boyfriend 5.0.


Ekki nóg með þetta heldur eyddi Husband 1.0 mörgum mikilvægum forritum eins og t.d. Hot-sex 1.0 og Romance 9.9 en setti inn önnur forrit sem ég kærði mig ekkert um eins og NBA 3.0 og Formula 6.0.


Forritið Conversation 8.0 virkar ekki lengur og ef ég ræsi upp HouseCleaning 2.6 hrynur kerfið.


Ég hef prófað viðgerðarforritið Nagging 5.3 til að laga þetta en ekkert gengur.
Hvað get ég gert?


Kveðja
Baby


————————
Ágæta Baby
Hafa ber í huga að Boyfriend 5.0 er eingöngu skemmtiforrit meðan að Husband 1.0 er stýrikerfi.


Prófaðu að slá inn skipunina C:\ITHOUGHT YOU LOVED ME og ræsa síðan upp viðgerðarforritið Tears 6.2.


Stýrikerfið Husband 1.0 ætti að bregðast við með því að ræsa sjálkrafa upp Guilty 3.0 og Flowers 7.0.


Passaðu þig á að ræsa ekki upp Beer 6.1 sem býr til ”Snoring Loudly" hljóðskrár eða forritið MotherInLaw 1.0. Ekki reyna heldur að ræsa annað Boyfriend forrit. Þetta eru forrit sem stýrikerfið Husband 1.0 styður ekki og gætu valdið algjöru kerfishruni.


Í stuttu máli er Husband 1.0 frábært forrit, en er með takmarkað minni og er ekki fljótt að læra að vinna með nýjum forritum. Þú gætir prófað að kaupa hjálparforrit til að bæta virkni Husband 1.0.


Við hér á tæknideildinni mælum sérstaklega með HotFood 3.0, Lingerie 5.3 og Keep-a-nice-body 10.1


Kær kveðja
Tæknideildin