Einu sinni var ferðalangur að ferðast um í Betlehem. Hann var búinn að ganga lengi þegar hann sá að asnaleiga var rétt hjá. Hann hugsaði með sér að það væri miklu hagstæðara að láta asnan vinna fyrir sig og ganga með sig heldur en að þurfa að þreytast sjálfur. Ferðalangurinn var frekar auðugur og leigði því besta ansann. Asnaleigandinn sagði ferðalangnum að ef hann vildi stoppa segði hann “guð minn almáttugur” en ef hann vildi halda áfram segði hann “guði sé lof”. Maðurinn hélt að þetta yrði nú ekkert vandamál og leigði asnann. Svo segir nú ekkert meira af ferðum þeirra fyrr en asninn er kominn alveg á harðasprett, og þeir eru ekki langt frá klettabrún. Ferðalangurinn man ekki hvernig hann á að stoppa, en hrópar þó alveg í sjokki “Guð minn almáttugur” og asninn stoppar hársbreidd frá klettabrúninni. Ferðalangurinn strýkur svitann af enninu og segir “Guði sé lof”!

Íslendingur og Normaður voru á veitingastað Normaðurinn var með tyggjó en Íslendingurinn var að borða brauð. þá sagði Normaðurinn: hvað gerið þið við skorpuna a brauðinu þegar þið eruð búin?Íslendingurinn:hendum henni auðvitað! Normaðurinn: ekki við við búum til brauð handa íslendingunum! síðan fék íslendingurinn sér appelsínusafaNorðmaðurinn: hvað gerið þið við híðið af appelsínunum? íslendingurinn: hendum því auðvitað! Norðmaðurinn: ekki við við búum til Appelsínusafa handa Íslendingum. Nú var íslendingurinn orðin solvið pirraður og sagði:hyvað gerið þið við smokkana þegar þið eruð búnir að nota þa? Normaðurinn:hendum þeim auðvitað! Íslendingurinn: ekki við við buum til TYGGJÓ HANDA NORÐMÖNNUNUM!!!!!!!

Siggi fór upp á 13. hæð í lyftu… Á fimmtu hæð kom mjög fín kona inn í lyftuna og lyktaði af mjög sterkri ilmvatnslykt. Siggi lyktaði eitthvað útundan sér svo konan leit á hann með fyrirlitningu og sagði: ,,Champufrå, 15.000 kr flaskan… Siggi meðtekur það og þau halda áfram ferðinni. Á 11 hæð kemur svo önnur kona inn í lyftunni. Enn fínni en sú fyrri og lyktaði hún af enn sterkari og betri ilmavatnslykt. Siggi lyktar aftur og konan lítur á hann með enn meiri fyrirlitningu og segir: ,,Blumiua, 72.000kr únsan…! Hmm.. segir Siggi og heldur áfram. Svo koma þau loks upp á 13. hæð og þegar Siggi gengur útúr lyftunni, beygir hann rassgatið inn í lyftuna, rekur alveg hrottalega við og segir við konurnar tvær: ,,Heinz bakaðar baunir, 158kr dósin“ =o)

Sverrir fékk páfagauk í afmælisgjöf og komst fljótt að því að sá var með afbrigðum skapvondur og orðljótur. Sverrir gerði allt sem honum datt í hug til að venja fuglinn af þessum ósið, hann notaði sjálfur eintóm kurteisisorð, spilaði hugljúfar ballöður fyrir hann og reyndi með því að sýna honum gott fordæmi. Ekkert gekk upp. Hann prófaði að skamma fuglinn sem svaraði honum fullum hálsi. Hann hristi búrið en gaukurinn varð bara enn skapverri og dónalegri við það. Sverrir vissi nú ekki sitt rjúkandi ráð og í örvæntingu sinni tók hann fuglinn og setti hann í frystikistuna. Um stundarsakir heyrðust ógurleg læti úr kistunni, fuglinn sparkaði og öskraði og bölvaði, en skyndilega datt allt í dúnalogn og ekki eitt einasta hljóð heyrðist í langan tíma. Sverrir fór nú að óttast að hann hefði meitt fuglinn og flýtti sér að opna kistuna. Páfagaukurinn var hins vegar hinn rólegasti, steig upp á útrétta hönd Sverris og sagði: ”Að undanförnu hefur hegðun mín og orðbragð ekki verið til eftirbreytni og sennilegast orðið til að móðga þig. Ég mun þegar í stað taka mig rækilega á og breyta þessari hegðun minni. Mér þykir verulega leitt hvernig ég hef látið og mig langar til að biðja þig innilega fyrirgefningar.“ Sverrir varð orðlaus af undrun og var um það bil að fara að stama upp spurningu um hvað hefði valdið breytingunni þegar páfagaukurinn hélt áfram: ”Bara svona fyrir forvitni sakir… hvað gerði kjúklingurinn eiginlega?