Enn fleiri brandarar Í menntaskólanum var eldri kennari sem byrjaði allar kennslustundir á því að segja brandara. Þeir voru flestir í grófari kantinum og stúlkunum mislíkaði þetta. Eitt sinn ákváðu stúlkurnar í einum bekknum að ganga út og kæra kennarann næst þegar hann segði grófan brandara.

Kennarinn fékk ávæning af þessu og næst þegar hann mætti í kennslustund sagði hann um leið og hann gekk inn í kennslustofuna: „Góðan daginn, hafið þið heyrt að það er alvarlegur skortur á hórum í Færeyjum?“

Stúlkurnar stóðu allar upp og byrjuðu að ganga út. „Bíðið rólegar stelpur,” sagði kennarinn, „það er ekkert flug til Færeyja fyrr en á morgunn!“

__________________________________


T veir nýríkir kvótabraskarar voru í laxveiði í fyrsta hollinu í einni af dýrari laxveiðiám landsins nú í vikunni. Á síðasta degi voru menn að ræða saman um veiðina yfir hádegisverði þegar annar kvótamaðurinn segir: „Mér finnst nokkuð dýrt að veiða hér, ég var að taka saman kostnaðinn og sé að við séum búnir að eyða um 150 þúsundum og við erum bara búnir að fá einn fisk.” Hinn kvótabraskarinn tekur strax við og segir: „Mér þykir þetta dýr fiskur, það var eins gott að við fengum ekki fleiri.“


________________________________________ ____


Jói var á sínum stað á sveitakránni og virtist nokkuð dapur svo þjónninn fór að ræða við hann um málefni dagsins.

Eftir stutt samtal fannst þjóninum rétt að kanna hver vandi Jóa væri svo hann gæti fengið hann til að taka gleði sína á ný og spurði hvort eitthvað væri að.

Jói sagði: „Mamma dó í júní og ég erfði 2 milljónir.“ Þjónninn sagði við Jóa: „Það var leitt að heyra þetta.“ „Svo dó pabbi í ágúst og ég erfði 5 milljónir eftir hann,“ sagði Jói. Þjóninum var ekki farið að lítast á blikuna og sagði: „Báðir foreldrar þínar deyja á nokkrum mánuðum, þetta hlýtur að vera erfitt.“ Jói hélt áfram og sagði: „í október dó föðursystir mín og ég erfði 2,5 milljónir eftir hana.“

Barþjónninn var orðinn fullur samúðar og taldi sig vera kominn með góðan skilning á vandanum þegar Jói hélt áfram og sagði: „Síðan þá hefur ég ekki fengið neinn nýjan arf.“


_________________________________________________ __


Vinur minn fór á sveitakrá og keypti stórt bjórglas. Áður en hann var búinn með bjórinn þurfti hann að fara á klósettið. Til að vera viss um að enginn tæki bjórinn sinn, setti hann miða við glasið og skrifaði á hann: „Ég hrækti í bjórinn til að tryggja að enginn steli honum.” Þegar hann kemur til baka sér hann að bjórinn er óhreyfður en búið er að bæta á miðann, „ég líka."