Fleiri góðir -Gerir þú þér grein fyrir að hundurinn yðar beit mig. -Hundurinn minn, skrýtið, hann hefur ofnæmi fyrir svínum.

_______________________________

Frú Guðríður labbaði inn í bakarí. Þegar eigandinn lét ekki sjá sig, labbaði hún bakvið og kom að honum þar sem hann var að skreyta smákökur, og notaði til þess fölsku tennurnar úr sér. Frúin horfði sjokkeruð á hann og stundi síðan upp: -“Ég hélt að þú notaðir sérstakt áhald til þessara hluta.” -“Nei”, svaraði bakarinn. “Ég nota hann þegar ég bý til kleinuhringina!”

_______________________

Stoltur faðir var að kynna son sinn fyrir vinnufélögum sínum. Og hvað ertu svo gamall vinur spurði einn vinnufélaganna. Þegar ég er heima þá er ég 7 ára en þegar ég fer í strætó þá er ég fimm ára.


________________________________________


Jói fór í leikhúsið með frúnni og strax í fyrsta atriði finnur hann að nauðsynlegt er að pissa fljótt svo ekki eigi að skapast neyðarástand. Hann fór fram og leitaði um húsið að salerni, en fann ekkert. Hann endaði í stóru herbergi með sterkum ljósum. Hann sá engan til að spyrja og af því að hann var að springa þá snéri hann sér að blómapott sem stóð þar á miðju gólfi og sprændi í pottinn.

Þegar hann kemur til baka, snýr hann sér að konunni og hvíslar: „Missti ég af einhverju?“ Konan hvíslaði til baka: „Misstir af hverju? Þú ættir að vita hverju þú misstir af. Að þú skulir voga þér að pissa á sviðinu fyrir framan alla!”

____________________________________________ ___


Maður nokkur fór í orlof til Argentínu og dvaldi á sveitahóteli í litlum bæ langt inn í landi. Kvöld eitt er hann var að borða tók hann eftir Þjóðverja á næsta borði sem var að borða rétt sem hann hafði ekki séð áður.

Minn maður er forvitinn og spurði þjóninn hvaða rétt Þjóðverjinn hefði pantað. Þjónninn sagði að þetta væru eistun úr nautinu sem var unnið á nautati fyrr um daginn. Maðurinn pantaði strax sama rétt en þjónninn sagði að þeir hefðu aðeins einn svona rétt á hverjum degi. Þjónninn upplýsti einnig að ef maðurinn kæmi tímanlega næsta dag fengi hann þennan rétt því á þessum veitingastað væri einföld regla, fyrstur kemur, fyrstur fær.

Maðurinn kom snemma næsta dag, fékk eistun og fannst honum þetta einn besti réttur sem hann hafið borðað en honum fannst eistun frekar lítil svo hann kallaði í þjóninn til að spyrja hann hvers vegna eistun sem hann fékk væru miklu minni en Þjóðverjinn fékk í gær. Þjónninn yppti öxlum og svaraði: „stundum vinnur nautið."