HIMNARÍKI

Einn góðan veður dag dóu þrír menn og fóru til Lykla-Péturs. Lykla-Pétur sagði þeim að það væri ekki auðvelt að komast til himnaríkis, og spurði þá þess vegna hve oft þeir höfðu haldið framhjá konunum sínum. Sá fyrsti sagðist aldrei hafa haldið framhjá konuni sinni og þess vegna lét Lykla-Pétur hann fá Bens til að keyra til himnaríkis. Annars sagðist hafa haldið framhjá konuni sinni 2-3 sinnum og þess vegna lét Lykla-Pétur hann fá Skoda til að keyra til Himnaríkis. Sá Þriðji sagðist aftur á móti nota hvert tækifæri til að halda framhjá konuni sinni svo að Lykla-Pétur lét hann fá hjól til að fara upp til himnaríkis, þegar að hann var hálfnaður, más og móður sá hann að Bensinn var kyrrstæður úti í kanti. Hann stoppar og sér að sá fyrsti er grátandi við stýrið hann spyr hvað sé að, þá svara sá fyrsti: “ það var þannig að ég mætti konuni minni og hún var fótgangandi”


ÓSKIN

Maður sat á bar og horfði á annan sem var með lítinn hest í fanginu. Næsta kvöld var þessi sami maður ennþá með þetta hross og hinn maðurinn var nú farinn að velta fyrir sér afhverju hann væri með þetta hross og ákvað að spurja hann afhverju. Maðurinn sagði að ef hann vildi sjá það yrði hann að koma með honum heim. Maðurinn féllst á það og fór með honum. Þegar heim til hans var komið tók maðurinn með hestinn upp eldgamlan ljótan lampa og byrjaði að nudda lampann hátt og lágt þangað til að Eldgamall andi kom uppúr honum. Andinn sagði við hinn manninn að hann mætti óska sér hvers sem er. Maðurinn hugsaði sig vel um en sagði að lokum: Ég óska þess að vasarnir mínir verði fullir af peningum. Og samstundis fylltust vasar hans. Hann tróð hendinni oní vasann og tók hann upp strax. En hendurnar voru fullar af teningum. Þá sagði maðurinn: Ég vildi fá peninga en ekki teninga. Þá sagði sá með hrossið: Heldurðu virkilega að ég hafi beðið um 30 cm langt trippi?


VEÐMÁLIÐ
Eitt sinn á bar nokkrum kom maður til barþjónsins og sagði: Ef þú setur glas í einn enda barsins og ég stend í hinum og get pissað í það, borgaru mér þá 10.000 kall? Já,sagði barþjónnin, en ef þú drífur ekki borgar þú mér 10.000 kall.
Barþjónnin setur glas í einn enda barsins og maðurinn tekur sér stöðu í hinum endanum og byrjar.
Maðurinn pissar yfir allan barþjónin og fullt af borðum en drífur ekki á glasið. þjónnin er rennblautur en honum er sama því hann var að vinna sér inn 10.00 kall.
Maðurinn borgar og brosir. Afhverju brosirðu svona maður, spyr barþjónnin.
Sérðu mannin þarna? Segir maðurinn. Ég veðjaði við hann uppá 50.000 kall að ég gæti pissað yfir þig allan og þú værir samt glaður!


DAUÐDAGINN

Þrír menn voru dánir og voru á leiðinni til Lykla-Péturs. Þegar þeir komu ákvað Lykla-Pétur að skemmta sér svolítið. Sá sem dó versta dauðdagann má fara upp til himna sagði Lykla-Pétur.

Sá fyrsti sagði: Ég bý á 3. hæð í blokk. Það var þannig að ég hafði alltaf haldið að konan mín væri að halda framhjá svo ég ákvað að koma snemma heim úr vinnunni og finna manninn. Eftir langa leit fann ég hann ekki. Ég fór útá svalir og sé þar mann hangandi á svalarhandriðinu. Ég varð svo reiður að ég byrjaði að slá á fingurna á honum, en hann datt ekki niður. Þá náði ég í hamarinn minn og fór að lemja. Þá datt hann niður, en var svo heppinn að hann lenti á runna. Þannig að ég náði í ískápinn minn og henti honum á hann. Ég held að hann hafi dáið. En eftir alla áreynsluna fékk ég hjartaáfall og dó.
Þú hefur dáið hræðilegum dauðdaga, sagði Lykla-Pétur. Þú mátt fara upp.

Sá næst sagði: Ég bý á 4. hæð í blokk. Það var þannig að ég var að gera mínar daglegu armbeygjur á svölunum hjá mér. En vildi svo óheppilega til að ég rann til og datt, en svo heppilega til að ég náði tökum á svölunum fyrir neðan. Ég var búinn að hanga þar í nokkurn tíma þegar maður kemur út á svalir. Ég verð rosalega glaður þangað til hann fer að lemja á fingurna á mér. En ég næ að halda mér. Þá nær hann í hamar og lemur á fingurna. Þá datt ég, en lendi á runna. Þegar ég er að fara að standa upp hendir hann ískáp á mig. Og þá dó ég.
Þetta var ennþá verri dauðdagi, sagði Lykla-Pétur. Þú mátt fara upp.

Sá þriðji sagði: Já, það var þannig að ég var að fela mig í ískáp…