Íslendingurinn sat á kaffihúsi og var að borða brauð með ávaxtasultu. Þegar hann var hálfnaður með brauðið labbar Norðmaður upp að honum japplandi á tyggjói og voða góður með sig og spyr.:
“Borðar þú skorpuna á brauðinu ?” Íslendingurinn lítur forviða á Norðmanninn og segir “ nú auðvitað ” Þá segir Norðmaðurinn “ Ekki við Norðmenn. Við förum með skorpuna í endurvinnsluna og búum til brauð úr henni sem við sendum svo til íslands”. Svo labbar hann í burtu.. Íslendingurinn er nú ekki ánægður með þetta enda Norðmaður sem jarðaði hann þarna. Jæja hann jafnar sig og heldur áfram að borða brauðið sitt og þegar hann 3-4 bita eftir kemur sjálfumglaði tyggjójapplarinn frá Noregi aftur og spyr:: “ Hvað gerir þú við börkinn af appelsínunum sem þú borðar ?” íslendingurinn svarar “ Ég hendi honum í ruslið”.. Þá segir Norðmaðurinn: “ Ekki við Norðmenn. Við förum með hann í endurvinnsluna og gerum úr honum ávaxtasultu sem við sendum til Íslands”.. Nú var okkar manni nóg boðið og spyr Norska tyggjójapplarann :: Hvað gerir þú við smokkana þegar þú ert búinn að nota þá ?“ Norðmaðurinn verður svolítið hissa á þessari spurningu en svarar: ” Auðvitað hendi ég þeim í ruslið“. þá segir Íslendingurinn: ” Ekki við Íslendingar. Við förum með þá í endurvinnsluna og búum til tyggjó úr þeim sem við sendum til Noregs.:………..:)