Einu sinni var kvennsjúkdómalæknir sem var einn sá besti sem um var getið og var hann mjög vinsæll hjá kvennþjóðinni (tískulæknir). Nema hvað, einn daginn fann hann það út að honum þótti þetta starf orðið frekar leiðigjarnt, ekkert gaman að fara í vinnuna og allt ómögulegt.
Hann ákvað þá að söðla algjörlega um og læra eitthvað algjörlega nýtt fag. Hann fór í Iðnskólann og skráði sig í bifvélavirkjun. Læknirinn var þar í einhvern tíma og lauk sínu námi og að lokum tók hann meistarapróf í bifvélavirkjuninni.
Svo komu niðurstöður prófanna og kom þá í ljós að hann fékk 15 af 10 mögulegum. Fólk sem frétti þetta varð náttúrulega eitt stórt spurningamerki og fór að spyrjast fyrir um hvernig í ósköpunum gæti staðið á þessu.
Prófdómarinn kom þá með þessa skýringu: Prófið var tveir hlutar og gilti hvor um sig 50% af heildar einkunn. Fyrri hlutinn fólst í því að rífa í sundur vél, alveg í frumparta, hann gerði það án athugasemda og var þá kominn með 5. Seinni hlutinn var svo að setja vélina saman í upprunalegt horf, hann gerði það einnig án athugasemda og fékk hann 5 fyrir það og var þá kominn með 10. Þá spurði fólk afhverju hann hefði fengið 15. "Jú sjáið til við neyddumst til að gefa honum 5 í viðbót því að hann gerði þetta allt saman í gegnum púströrið!!