….í búðinni

ég var rétt um það bil að ljúga við að undirrita kreditkortanótuna í ónefndri verlsun þegar afgreiðslustúlkan veitti því athygli að ég hafði aldrei skrifað nafnið mitt aftan á korgið sjálft. Hú tilkynnti mér að hún hefði ekki leyfi til að heimila viðskipti nema kortið væri undirritað og þegar ég innti hana eftir ástæðunni úskýrði hún fyrir mér að það væri nauðsynlegt til að bera saman undiskriftina á nótunni við undirskrifina á kortinu til að athuga hvort ekki væri um sömu rithönd að ræða. Þannig að ég tók kreditkortið og skrifaði nafnið mitt á það þarna fyrir framan nefið á henni. Hún tók síðan kortið og bar það saman við undirskrifina sem ég hafði párað á nótuna rétt áður. Til allrar mahingju var um sömu rithönd að ræða…


….í skólanum

Fyrir alls ekki svo mörgum árum sat ég í efnafræðitíma seint í desember. Kennarinn hafði verið að fjalla um ferðir plánetanna um himinngeiminn og tilkynnti bekknum síðan að svo skemmtilega vildi til að morgundagurinn væri einmitt stysti dagur ársins. Sessunautur minn varð mjög kátur við þessar fréttir, fagnaði hástöfum og klappaði saman lófunum. Ég útskýrði fyrir honum að með því að tala um stuttan dag væri bara verið að vísa til þess hve dagsljósið væri stutt þann daginn en ekki að það væri færri klukkutímar í þeim degi en öðrum. Það þarf ekki að taka það fram að þessar fréttir voru sessunaut mínum mikil vonbrigði….


….á skyndibitastaðnum

Kunningi minn fór eitt sinn á ónefndan skyndibitastað hér í borg og ætlaði að panta sér kjúklingabita handa fjölskyldunni sinni. Hann bað afgreiðslustúlkuna um eina tylft af bitum, en sú sagði honum að það væri því miður ekki hægt því að þeir seldu aðeins þrjá, sex, níu og tólf bita í einu! Hann bað þá um að fá tólf bita og fór afgreiðslustúlkan afsíðis til að bjarga málunum. Skömmu seinna kom hún aftur til baka og sagði að því miður væru 12 bita skammtarnir búnir. Kunningi minn hugsaði sig um í smástund og spurði því næst hvort hann gæti fengið tvo sex bita skammta. Það reyndist auðsótt….


….með glæpum

Lögreglan í smábænum Radnor í Pennsylvaníu ríki í bandaríkjunum yfirheyrði einn grunaðan með því að setja málmskál á höfuðið á honum á tengja með nokkrum vírum við ljósritunarvél stöðvarinnar. Skilaboðin “Hann er að ljúga” voru sett í vélina og í hvert einasta skipti sem grunsemdir vöknuðu um að sá grunaði væri að segja ósatt þrýsti einn lögreglumannanna á ljósritunartakkann þannig að áðurnefnd skilaboð runnu útúr vélinni. Þar sem sá grunaði trúði að “lygamælirinn” virkaði sem skyldi brast honum kjarkurinn og hann ákvað að játa á sig glæpinn….



….mér finnst þetta doltið fyndið :)