Það hafa pottþétt einhverjir ef ekki allir heyrt/lesið þennan brandara áður. En ég ætla samt að skrifa hann hérna.


Það voru einu sinni 3 menn að byggja 100 hæða hús. Svo einn daginn settust þeir niður og fengu sér að borða. Sá fyrsti sagði : OJ, brauð með túnfisk. Ef að ég fæ aftur brauð með túnfisk á morgun hoppa ég fram af byggingunni. Þá sagði annar : OJ, brauð með osti. Ef að ég fæ aftur brauð með osti á morgun hoppa ég fram af byggingunni. Þá sagði sá þriðji : OJ, brauð með tómmötum. Ef að ég fæ aftur brauð með tómötum á morgun hoppa ég fram af byggingunni.
Daginn eftir fengu þeir allir allveg eins brauð og hoppuð ofan af byggingunni.
Í jarðarförinni voru svo konur þeirra að tala saman. Sú fyrsta sagði: Brauð með túnfiski var uppáhaldið hans. Ef að hann hefði sagt mér að honum fyndist það vont hefði ég sett eitthvað annað á brauðið. Önnur sagði: Brauð með osti var uppáhaldið hans. Ef að hann hefði sagt mér að honum fyndist það vont hefði ég sett eitthvað annað á brauðið.
Þá sagði sú þriðja : Ég bara skil þetta ekki hann bjá alltaf til nestið sitt sjálfur.