Íslendingur, Englendingur og Bandaríkjamaður voru saman á safaríferð þegar þeir voru rotaðir og teknir fögnum af frumbyggjum. Þegar þeir vöknuðu þá sáu þeir höfðingjann og hann sagði: “Ég hef bæði vondar og góðar fréttir fyrir ykkur. Vondu fréttirnar eru að ég ætla að húðfletta ykkur og nota skinnin ykkar í nyja kanóinn minn. Góðu fréttirnar eru að þið fáið að velja hvernig þið deyið.

Bandaríkjamaðurinn sagði: ”Gefðu mér fljótdrepandi eitur“. Höfðinginn rétti honum það. Þá sagði Bandaríkjamaðurinn: ”In God we trust“ og drakk eitrið.

Englendingurinn bað um byssu. Höfðinginn lét hann fá byssu. Englendingurinn sagði þá: ”God save the queen“ og skaut sig.

Íslendingurinn bað um gaffal. ”Gaffal? Afhverju í andskotanum viltu gaffal?“ spurði höfðinginn um leið og hann rétti Íslendingnum það sem hann bað um. ”Þú kemst að því“ segir Íslendingurinn.

Þá byrjar Íslendingurinn að stinga sig með gafflinum allstaðar á sig sem hann gat þar til hann var farinn að blæða illilega mikið.

Höfðinginn spurði: ”Hvað í andskotanum ertu að gera?“

Þá segir Íslendingurinn: ”Haha, nú geturu ekki notað mig í kanóinn þinn. Hahahahahahahahahahahahahaha"