Ljóshærður karlmaður, kemur heim snemma úr vinnunni og heyrir óvenjuleg hljóð berast niður úr hjónasvefnherberginu. Hann hleypur upp stigan og inn í herbergið, og sér þar konu sína liggjandi nakta í rúminu, svitnandi og másandi.

“Hvað er að?” spyr hann. “Ég er að fá hjartaáfall,” másar konan út úr sér.

Hann hleypur niður stigan grípur símann, en akkúrat þegar hann er að hringja, kemur 4 ára gamall sonur hans niður og segjir “Pabbi! Pabbi! Jói frændi er að fela sig allsber í skápnum þínum!”

Ljóshærði karlmaðurinn skellir símanum á, og rýkur upp í svefnherbergi á ný, æðir rakleiðis að skápnum, rífur skáphurðina upp. Og þar stendur frændinn algjörlega nakinn, í felum bakvið fataslánna.

“Þú heimska helvíti,” öskrar húsbóndinn, “konan mín er að fá hjartaáfall og þú ert hlaupandi um nakinn og hræðandi börnin!!”
__________________________