Einu sinni var ljóska í flugvél. Maðurinn við hliðina á henni bauð henni að taka þátt í leik með sér. Leikurinn gekk út á það að annar spyr hinn spurningar og ef hann svarar ekki rétt á hann að borga hinum 500kr. Ljóskan vildi ekki taka þátt í þessum leik, því hún var svo þreytt að hún hafði ætlað sér að sofa í fluginu. Þar sem maðurinn vissi hvað ljóskur voru vitlausar sagði hann að hann myndi borga 5000kr. fyrir vitlaust svar en ljóskan myndi bara borga 500kr, og var nokkuð viss um græða samt. Ljóskunni leist nú aðeins betur á það og maðurinn gafst ekki upp og á endanum féllst hún á að taka þátt. Maðurinn byrjaði og spurði ljóskuna: “ Hver er vegalengdin á milli jarðarinnar og tunglsins?” Ljóskan sagði ekki neitt en dró 500 kall upp úr veskinu og rétti manninum. Nú var komið að henni að spyrja. “Hvað er það sem fer upp á hæð á þremur fótum en kemur niður hæðina á fjórum fótum?” Manninum datt nú bara ekkert í hug og eftir að hafa hugsað í lengri tíma fletti hann upp í fartölvunni sinni og leitaði á internetinu, hann hringdi í starfsfélagana og vinina en enginn vissi svarið. Eftir allan þennan tíma gafst hann upp. Hann vakti ljóskuna og sagði: “Ég verð bara að gefast upp. Hvað er eiginlega svarið?” Ljóskan sagði ekki neitt en dró 500 kall upp úr veskinu og rétti manninum.