Séra Jónas var á prestastefnu og fyrstur til að taka til máls var biskupinn. Hann byrjaði ræðuna sína á frekar undarlegan hátt. Allir prestar landsins og nokkrir leikmenn urðu forviða þegar biskupinn sagði „Bestu árum ævi minnar hef ég eytt í örmum konu sem er ekki eiginkona mín.“

Eftir nokkra þögn og mikið hvískur meðal áheyrenda sagði biskup „Það var móðir mín!“ Allir viðstaddir fóru að hlægja og biskup hélt ræðu sinni áfram og öllum fannst hann segja vel frá og hafa merkilega hluti fram að færa.

Viku seinna var Séra Jónas kominn heim í söfnuð sinn og datt í hug að nota sjálfur í ræðu þennan skemmtilega brandara sem biskup hafði sagt. Þegar hann klifraði upp í predikunarstólinn reyndi hann að rifja upp það sem biskup hafði sagt, en það virtist vera í einhverri þoku.

Þegar hann var kominn upp og söfnuðurinn horfði upp til hans, þá byrjaði hann ræðuna „Bestu árum ævi minnar hef ég eytt í örmum konu sem er ekki eiginkona mín!“

Söfnuðurinn varð þrumu lostinn og kjaftakellingarnar í hópnum byrjuðu að stinga saman nefjum. Eftir dálítið vandræðalega þögn uppgötvaði Séra Jónas að hann mundi ekki seinni helming brandarans og sagði „… en ég bara man bara ekki hver hún var!“
A