Sérvitur heimspekiprófessor var með lokapróf eftir heila önn og nemendum til mikillar furðu var bara ein spurning á prófinu þó að kúrsinn hefði fjallað um ýmsa þætti heimspeki og rökfræði.

Stúdentarnir voru sestir og tilbúnir í slaginn þegar prófessorinn stóð upp, lyfti stólnum sínum upp á borð og skrifaði síðan á töfluna „Notið alla þá vitneskju sem þið hafið aflað ykkur á þessu námskeiði til að sanna að þessi stóll sé ekki til.“

Pennar og blýantar flugu af stað, strokleður strokuðu og blað eftir blað fylltist af fræðilegum skrifum. Sumir stúdentarnir skrifuðu allt að 30 til 40 blöð þá þrjá tíma sem prófið stóð og reyndu með því að hafna tilvist stólsins.

Engel, aftur á móti, stóð upp eftir tæpa mínútu, afhenti blaðið sitt og gekk út.

Þrem vikum seinna voru einkunnir gefnar út og þá kom í ljós að Engel hafði fengið 10 á meðan aðrir próftakar voru allir með undir 7. Þetta gat enginn skilið: hvernig Jónas gat fengið svona hátt, þrátt fyrir að hann hefði skilað inn blaðinu eftir aðeins eina mínútu. Einhver kærði úrslitin og þá kom í ljós að Jónas hafði bara skrifað tvö orð:

„Hvaða stóll?“
******************************************************************************************