Hulda fór á sjálfsvarnarnámskeið ásamt hópi annarra kvenna.

Eitt af því sem kennarinn sýndi þeim var að stinga augun úr árásarmanninum. Hann sagði „Ef þið komist nógu nálægt andliti hans, þá skuluð þið ýta þumalfingrunum í augu hans þar til þau skjótast út úr augnatóftunum.“

Síðan sagði kennarinn þeim að ef þær kæmust ekki nógu nálægt andlitinu til að nota þetta bragð, þá ættu þær að grípa um eystu árásarmannsins og toga fast og hart niður á við.

Hulda rétti þá upp höndina og spurði „Ef við togum nógu fast, hrökkva þá augun aftur í augnatóftirnar?“
******************************************************************************************