Ljóskubrandari sem er lengri en tvær línur Einusinni var bankað hjá bankastjóranum og ung ljóska kom inn. Hún heilsaði og bað bankastjórann um 500.000 krónu lán.
Bankastjórinn hafði nú heyrt nokkra ljóskubrandara og vildi fá tryggingu fyrir láninu.
Þá sagði ljóskan að það eina sem hún var með haldbært með sér væri bíllinn hennar, en hann var úti á plani. Hún benti á bílinn og bankastjóranum til mikillar furðu þá hafði hún komið á glansandi Rolls-Royce. Hann bað um afsalið af bílnum og hún rétti honum það.
Hún tók peningana og fór sína leið. Bankastjórinn ákvað að taka ekki neina áhættu með svona mikið verðmæti og ákvað að geyma hann undir ströngu öryggi í kjallara bankans.

Bankastjórinn var mjög undrandi á því að konan skuli hafa notað svona verðmætan bíl sem tryggingu fyrir svona lágt lán.

Tveim vikum síðar kom ljóskan til baka og endurgreiddi lánið til fulls ásamt vöxtunum.
Bankastjórinn ákvað að spurja hana hvernig stóð á þessu, að kona á svona bíl væri að taka lán og afhverju hún legði bílinn fram sem tryggingu.

Hún svaraði: “Hvar annarstaðar heldurðu að ég geti fengið bílinn minn geymdan á jafn öruggum stað fyrir jafn lítinn pening?”
“Ef konur væru með 3 brjóst, væru menn þá með 3 hendur?”, boossmio