Jónas setti upp verksmiðju í heimabæ sínum og fór að ráða starfsmenn. Hann auglýsti í staðarblaðinu og tók fram að hann ætlaði bara að ráða kvænta karlmenn. Kvenréttindafrömuður bæjarins sá þessa auglýsingu og fannst rétt að tala við Jónas tveim hrútshornum. Hún hringdi í hann og spurði hann “Af hverju ætarðu að ráða bara kvænta karlmenn? Er það vegna þess að þú telur konur aumari, heimskari,
geðstirðari … eða hvað er málið? ”Nei, alls ekki, kona góð,“ sagði Jónas. ”Það er vegna þess að þeir kunna að hlýða skipunum, eru vanir að láta traðka á sér, vita hvenær þeir eiga að halda kjafti og fara ekki í fýlu þegar ég öskra á þá."