Kona og maður hittust á bar. Vel fór á með þeim svo þau ákváðu að
fara heim til hennar. Nú eitt leiddi af öðru og það fór svona aðeins
að hitna í kolunum. Hann klæddi sig úr skyrtunni - og þvoði sér um
hendurnar, síðan klæddi hann sig úr sokkunum - og þvoði sér um
hendurnar:
“Þú hlýtur að vera tannlæknir,” sagði þá konan.
“Já, það er alveg rétt hjá þér - hvernig vissir þú það?” spurði
maðurinn.
“Það var einfalt, þú ert alltaf að þvo þér um hendurnar,” sagði konan.
En leikurinn hélt áfram að æsast og þegar mesta ástríðan var
yfirstaðin, stundi konan:
“þú hlýtur að vera FRÁBÆR tannlæknir.”
“já, það er líka rétt hjá þér,” sagði maðurinn, “hvernig vissir þú
það?”
“ég fann ekki fyrir neinu!” svaraði þá konan…
_ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _