Einu sinni var ljóska í Elko og sá sjónvarp sem henni leist vel á. Hún sagði við afgreiðslumanninn að hún vildi kaupa sjónvarpið. Þá sagði afgreiðslumaðurinn að hann afgreiddi ekki ljóskur.
Jæja, ljóskan fór heim og litaði hárið svart. Hún kom svo aftur næsta dag og bað afgreiðslumanninn um sjónvarpið. Aftur sagði hann að hann afgreidd ekki ljóskur. Ljóskan skildi ekkert hvernig hann vissi að hún væri ekki ljóska en fór heim rakaði af sér allt hárið og fór í Elko næsta dag. Þegar hún bað um sjónvarpið sagði afgreiðslumaðurinn eins og áður að hann afgreiddi ekki ljóskur. Nú stóð hún alveg á gati! Hún spurði afgreiðslumanninn hvernig í ósköpunum hann gæti séð að hún væri ljóska, þar sem hún væri ekki með neitt hár á höfðinu. Afgreiðslumaðurinn sagði henni þá að enginn nema ljóska myndi halda að þessi örbylgjuofn væri sjónvarp.