>Ágæta tæknideild.
>
>Á síðasta ári fékk ég mér uppfærslu úr Boyfriend 5.0 í Husband 1.0.
>Fljótlega á eftir tók ég eftir því að nýja forritið átti í örðugleikum
>með að aðlagast þeim forritum sem fyrir voru og takmarkaði til dæmis
>aðgang minn að blóma og skartgripaskránum sem hafði verið ekkert mál að
>opna
>með gamla forritinu Boyfriend 5.0.
>
>Ekki nóg með þetta heldur eyddi Husband 1.0 mörgum mikilvægum forritum
>eins og t.d. Hot-sex 1.0 og Romance 9.9 en setti inn önnur forrit sem ég
>kærði mig ekkert um eins og NBA 3.0 og Formula 6.0. Forritið Conversation
>8.0 virkar ekki lengur og ef ég ræsi upp HouseCleaning 2.6 hrynur kerfið.
>Ég hef prófað viðgerðarforritið Nagging 5.3 til að laga þetta en ekkert
>gengur.
>
>Hvað get ég gert
>
>Kveðja
>Baby
>
> > >> ————————
>
>Ágæta Baby
>
>Hafa ber í huga að Boyfriend 5.0 er eingöngu skemmtiforrit meðan að
>Husband 1.0 er stýrikerfi.
>Prófaðu að slá inn skipunina C:/ITHOUGHT YOU LOVED ME og ræsa síðan upp
>viðgerðarforritið Tears 6.2
>Stýrikerfið Husband 1.0 ætti að bregðast við með því að ræsa sjálkrafa upp
>Guilty 3.0 og Flowers 7.0.
>Passaðu þig á að ræsa ekki upp Beer 6.1 sem býr til “Snoring Loudly”
>hljóðskrár eða forritið MotherInLaw 1.0. Ekki reyna heldur að ræsa annað
>Boyfriend forrit. Þetta eru forrit sem stýrikerfið Husband 1.0 styður
>ekki og gætu valdið algjöru kerfishruni.
>
>Í stuttu máli er Husband 1.0 frábært forrit, en er með takmarkað minni
>og er ekki fljótt að læra að vinna með nýjum forritum. Þú gætir prófað að
>kaupa hjálparforrit til að bæta virkni Husband 1.0.
>
>Við hér á tæknideildinni mælum sérstaklega með HotFood 3.0, Lingerie 5.3 og
>Keep-a-nice-body 10.1
>
>Kær kveðja
>Tæknideildin
> >
>