Jónas er önnum kafinn í vinnunni þegar Magga hringir „Jónas minn, heldurðu
að þú getir nokkuð hjálpað mér þegar þú kemur heim?“ segir hún.

Jónas fær hland fyrir hjartað og fer að ímynda sér allar þær mögulegu og
ómögulegu ógöngur sem Magga gæti hafa komið sér í. „Aaa, já-já, auðvitað,
elskan mín, hvað er að?“

„Jú, sko,“ segir Magga, „Ég var að byrja á nýju púsluspili og það er svo
hrikalega erfitt! Ég er ekki einu sinni búin að finna jaðarbútana ennþá.“

Vá, Jónasi létti heilmikið að Magga var ekki í neinni líkamlegri hættu og
húsið ekki að brenna eða eitthvað enn verra. „Sjáðu til elskan, það er
alltaf mynd á kassanum af púsluspilinu til að gera þetta auðveldara. Hvað er
á myndinni á kassanum?“

„Það er svona risastór hani,“ segir Magga.

Smá þögn. „Ó-kei, settu kornflegsið í skápin!!!!!!!!!“