Pentagonið fattaði allt í einu að þeir voru með allt of marga hershöfðingja og fóru að bjóða þeim elstu að fara snemma á eftirlaun.

Vegna dræmra undirtekta höfðingjanna lofuðu að greiða þeim sem hættu strax full eftirlaun og að auki hundrað þúsund fyrir hvern sentimetra sem hægt væri að mæla í beinni línu eftir líkama þeirra milli einhverra líkamshluta, sem þeir sjálfir máttu velja.

Einn samþykkti strax, gamall flughermaður.
Hann bað um að hann yrði mældur milli táa og ennis.
1.85m var mælingin og hann labbaði út með ávísun upp á 18.5 milljónir.

Einn í viðbót greip tækifærið þegar hann sá þetta og bað um að hann yrði mældur milli táa og fingra, með hendurnar upp í loft. Sá mældist 2.30m og labbaði út með 23 milljónir.

Þá kemur þriðji hershöfðinginn sem ákveður að taka boðinu og segir að hann vilji láta mæla milli kóngs og eistna.
Mælingamaðurinn er nú hissa á þessu: “Ertu viss um þetta?” og bendir honum á hversu mikið hinir hefðu fengið greitt og hvort hann vilji ekki reyna að fá svolítið meira út úr þessu.

En sá gamli var þrjóskur og heimtar að þetta verði gert.

“Allt í lagi,” segir mælingamaðurinn, “en ég vil þá að það komi hérna læknir og framkvæmi mælinguna.
Þegar læknirinn kemur biður hann hershöfðingjann að taka niður um sig buxurnar, sem hann og gerði.
Hann byrjar að mæla, setur málbandið á kónginn á hershöfðingjanum og byrjar að vinna sig aftur.

”Guð minn góður,“ æpir hann allt í einu, ”hvar eru eistun á þér?“
.
.
.
.
.
.

”Í Víetnam.."