Það var eitt sinn viðkvæmur, sköllóttur maður með staurfót sem fékk boð
um að mæta í Hrekkjarvökupartý. Honum datt enginn búningur í hug, svo hann
ákveður að skrifa bréf til búningaleigu einnar og fá hjá þeim tillögur
að búningi sem gæti falið á honum skallann og staurfótinn.

Nokkrum dögum seinna fær hann tölvupóst:
Kæri herra, við leggjum til að þú farir sem sjóræningi.
Sjóræningjahatturinn kemur til með að fela á þér skallann og með staurfótinn lítur
þú alveg út eins og sjóræningi.

Manninum fannst þetta hræðileg móðgun, þar sem þeir höfðu talað um að
nýta fötlun hans í búninginn. Hann skrifaði harðort kvörtunarbréf til
búningaleigunnar. Viku seinna fær hann annan tölvupóst:
Kæri herra, afsakaðu þetta með staurfótinn. Ef við hefðum vitað að þetta væri svona
viðkvæmt, þá hefðum við strax lagt til að þú færir sem munkur. Munka
kufl er svo síður að hann felur staurfótinn og með skallann, þá lítur þú alveg
út eins og alvöru munkur.

Nú var maðurinn alveg brjálaður. Skítt með staurfótinn, en að ætlast til
að hann myndi nota skallann á sér sem hluta af búningi tók alveg steininn
úr. Hann skrifaði núna virkilega harðort kvörtunarbréf til
búningaleigunnar.

Nokkrum dögum seinna fær hann enn einn tölvupóstinn:
Herra, finndu stóra fötu af karamellu. Helltu karamellunni yfir sköllóttan
hausinn á þér, stingdu staurfótnum upp í rassgatið á þér og farðu sem
sleikipinni.